Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   fös 18. október 2024 20:44
Brynjar Ingi Erluson
Fanney Inga til Häcken (Staðfest) - Fullyrt að um metfé sé að ræða
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska úrvalsdeildarfélagið Häcken hefur fest kaup á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur en hún kemur til félagsins frá Val. Varaformaður Vals segir félagið fá upphæð sem hafi aldrei áður sést í kvennafótboltanum á Íslandi.

Fanney Inga er 19 ára gömul og uppalin í Val en hún steig sín fyrstu skref með meistaraflokki fyrir tveimur árum, þá á láni hjá FH.

Aðeins tvö ár eru liðin frá því Fanney spilaði sinn fyrsta mótsleik með meistaraflokki en það gerði hún með FH, þá á láni frá Val.

Seinna það tímabilið lék hún sinn fyrsta deildarleik með Val, en hún tók síðan við markvarðarstöðuna á síðasta ári og hefur staðan verið hennar síðan.

Fanney hefur nú tekið næsta skref ferilsins en hún er gengin í raðir Häcken í Svíþjóð.

Björn Steinar Jónsson, varaformaður Vals, segist ánægður fyrir hönd Fanneyjar.

„Fanney Inga er geggjaður markvörður og það gleður okkur mjög að hún sé nú á leið í topplið í Svíþjóð. Fanney er gott dæmi um stelpu sem hefur lagt ótrúlega mikið á sig til þess að ná markmiðum sínum og það hefur hún gert hér hjá okkur í Val,“

Einnig talar hann um að kaupverðið sé trúnaðarmál en að Valur sé að fá upphæð sem hafi ekki sést áður í íslenskum kvennafótbolta.

„Og Fanney Inga stendur alveg undir því enda teljum við að hún eigi eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum henni alls hins besta og getum ekki beðið eftir því að fylgjast með henni á stóra sviðinu,“ sagði Björn Steinar í tilkynningunni.

Fanney Inga á að baki 7 A-landsleiki en hún lék sinn fyrsta leik í desember á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner