Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   lau 18. nóvember 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Þorsteinn var lykilmaður í U19 liði Íslands en missti af EM vegna meiðsla. Hann stefnir á að komast í U21 landsliðið sem fyrst.
Þorsteinn var lykilmaður í U19 liði Íslands en missti af EM vegna meiðsla. Hann stefnir á að komast í U21 landsliðið sem fyrst.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við Val eftir að hafa spilað með meistaraflokki uppeldisfélagsins Selfoss og U18 liði Fulham á Englandi hingað til á ferlinum, auk 2. flokks Stjörnunnar.

Þorsteinn er bráðefnilegur varnarmaður með 14 leiki að baki fyrir sterkt U19 ára landslið Íslands, sem komst alla leið á lokamót EM í sumar. Hann missti af mótinu vegna smávægilegra meiðsla en var mikilvægur í forkeppninni. Þau meiðsli voru svekkjandi vegna þess að á EM U19 hefði Þorsteinn fengið tækifæri til að hrífa njósnara frá ýmsum erlendum félagsliðum.

Þorsteinn er fæddur 2004 og því á nítjánda aldursári og er hann spenntur fyrir komandi áskorunum með Val. Hann virðist vera sérlega spenntur fyrir morgunæfingum liðsins.

„Það var áhugi frá Íslandi og aðeins erlendis líka en mér leist best á Val," sagði Þorsteinn Aron í viðtali við Fótbolta.net. „Markmiðið er klárlega alltaf að fara aftur út."

Þorsteinn segist vera spenntur að æfa undir stjórn Arnars Grétarssonar og veigrar sér ekki undan gríðarlegri samkeppni frá Hólmari Erni Eyjólfssyni og Elfari Frey Helgasyni.

Þorsteinn spilaði sem miðju- og kantmaður á yngri árum en Gunnar Borgþórsson breytti honum í hafsent eftir að hann fékk laglegan vaxtakipp sem leikmaður í yngri flokkum Selfoss.

Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner