Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 18. nóvember 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Þorsteinn var lykilmaður í U19 liði Íslands en missti af EM vegna meiðsla. Hann stefnir á að komast í U21 landsliðið sem fyrst.
Þorsteinn var lykilmaður í U19 liði Íslands en missti af EM vegna meiðsla. Hann stefnir á að komast í U21 landsliðið sem fyrst.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við Val eftir að hafa spilað með meistaraflokki uppeldisfélagsins Selfoss og U18 liði Fulham á Englandi hingað til á ferlinum, auk 2. flokks Stjörnunnar.

Þorsteinn er bráðefnilegur varnarmaður með 14 leiki að baki fyrir sterkt U19 ára landslið Íslands, sem komst alla leið á lokamót EM í sumar. Hann missti af mótinu vegna smávægilegra meiðsla en var mikilvægur í forkeppninni. Þau meiðsli voru svekkjandi vegna þess að á EM U19 hefði Þorsteinn fengið tækifæri til að hrífa njósnara frá ýmsum erlendum félagsliðum.

Þorsteinn er fæddur 2004 og því á nítjánda aldursári og er hann spenntur fyrir komandi áskorunum með Val. Hann virðist vera sérlega spenntur fyrir morgunæfingum liðsins.

„Það var áhugi frá Íslandi og aðeins erlendis líka en mér leist best á Val," sagði Þorsteinn Aron í viðtali við Fótbolta.net. „Markmiðið er klárlega alltaf að fara aftur út."

Þorsteinn segist vera spenntur að æfa undir stjórn Arnars Grétarssonar og veigrar sér ekki undan gríðarlegri samkeppni frá Hólmari Erni Eyjólfssyni og Elfari Frey Helgasyni.

Þorsteinn spilaði sem miðju- og kantmaður á yngri árum en Gunnar Borgþórsson breytti honum í hafsent eftir að hann fékk laglegan vaxtakipp sem leikmaður í yngri flokkum Selfoss.

Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner