Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 18. nóvember 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Þorsteinn var lykilmaður í U19 liði Íslands en missti af EM vegna meiðsla. Hann stefnir á að komast í U21 landsliðið sem fyrst.
Þorsteinn var lykilmaður í U19 liði Íslands en missti af EM vegna meiðsla. Hann stefnir á að komast í U21 landsliðið sem fyrst.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við Val eftir að hafa spilað með meistaraflokki uppeldisfélagsins Selfoss og U18 liði Fulham á Englandi hingað til á ferlinum, auk 2. flokks Stjörnunnar.

Þorsteinn er bráðefnilegur varnarmaður með 14 leiki að baki fyrir sterkt U19 ára landslið Íslands, sem komst alla leið á lokamót EM í sumar. Hann missti af mótinu vegna smávægilegra meiðsla en var mikilvægur í forkeppninni. Þau meiðsli voru svekkjandi vegna þess að á EM U19 hefði Þorsteinn fengið tækifæri til að hrífa njósnara frá ýmsum erlendum félagsliðum.

Þorsteinn er fæddur 2004 og því á nítjánda aldursári og er hann spenntur fyrir komandi áskorunum með Val. Hann virðist vera sérlega spenntur fyrir morgunæfingum liðsins.

„Það var áhugi frá Íslandi og aðeins erlendis líka en mér leist best á Val," sagði Þorsteinn Aron í viðtali við Fótbolta.net. „Markmiðið er klárlega alltaf að fara aftur út."

Þorsteinn segist vera spenntur að æfa undir stjórn Arnars Grétarssonar og veigrar sér ekki undan gríðarlegri samkeppni frá Hólmari Erni Eyjólfssyni og Elfari Frey Helgasyni.

Þorsteinn spilaði sem miðju- og kantmaður á yngri árum en Gunnar Borgþórsson breytti honum í hafsent eftir að hann fékk laglegan vaxtakipp sem leikmaður í yngri flokkum Selfoss.

Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner