29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 18. nóvember 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þorsteinn Aron: Markmiðið er alltaf að fara aftur út
Þorsteinn var lykilmaður í U19 liði Íslands en missti af EM vegna meiðsla. Hann stefnir á að komast í U21 landsliðið sem fyrst.
Þorsteinn var lykilmaður í U19 liði Íslands en missti af EM vegna meiðsla. Hann stefnir á að komast í U21 landsliðið sem fyrst.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við Val eftir að hafa spilað með meistaraflokki uppeldisfélagsins Selfoss og U18 liði Fulham á Englandi hingað til á ferlinum, auk 2. flokks Stjörnunnar.

Þorsteinn er bráðefnilegur varnarmaður með 14 leiki að baki fyrir sterkt U19 ára landslið Íslands, sem komst alla leið á lokamót EM í sumar. Hann missti af mótinu vegna smávægilegra meiðsla en var mikilvægur í forkeppninni. Þau meiðsli voru svekkjandi vegna þess að á EM U19 hefði Þorsteinn fengið tækifæri til að hrífa njósnara frá ýmsum erlendum félagsliðum.

Þorsteinn er fæddur 2004 og því á nítjánda aldursári og er hann spenntur fyrir komandi áskorunum með Val. Hann virðist vera sérlega spenntur fyrir morgunæfingum liðsins.

„Það var áhugi frá Íslandi og aðeins erlendis líka en mér leist best á Val," sagði Þorsteinn Aron í viðtali við Fótbolta.net. „Markmiðið er klárlega alltaf að fara aftur út."

Þorsteinn segist vera spenntur að æfa undir stjórn Arnars Grétarssonar og veigrar sér ekki undan gríðarlegri samkeppni frá Hólmari Erni Eyjólfssyni og Elfari Frey Helgasyni.

Þorsteinn spilaði sem miðju- og kantmaður á yngri árum en Gunnar Borgþórsson breytti honum í hafsent eftir að hann fékk laglegan vaxtakipp sem leikmaður í yngri flokkum Selfoss.

Viðtalið við Þorstein má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner