Pálmi Rafn Pálmason hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari Gregg Ryder hjá KR.
Pálmi Rafn er því hættur í starfi sínu sem aðalþjálfari kvennaliðsins.
Pálmi lék fyrir KR í átta ár frá 2015 til 2022 en hann er uppalinn Húsvíkingur og lék sem atvinnumaður í Noregi í sjö ár áður en hann hélt til KR.
Hann reyndist lykilmaður í liði KR og gerði frábæra hluti þar sem leikmaður. Hann tók við þjálfun meistaraflokks kvenna til bráðabirgða í júlí og fékk þriggja ára samning í september eftir mikla ánægju með hans störf.
Pálmi mun halda starfi sínu sem yfirþjálfari yngri flokka KR áfram samhliða því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks.
Nýr þjálfari meistaraflokks kvenna verður kynntur á morgun, laugardag.
Athugasemdir