Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 21:57
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Atli Sigurjóns með tvennu - Sigur í fyrsta leik Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Víkingur
Atli Sigurjónsson skoraði tvennu í 3-1 sigri KR í æfingaleik gegn FH í dag, þar sem Jóhann Ægir Arnarsson gerði eina mark FH-inga.

Atli skoraði fyrstu tvö mörk KR í leiknum og innsiglaði Hjalti Sigurðsson sigur Vesturbæinga. Öll fjögur mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson var þá í byrjunarliði Víkings R. sem sigraði 2-0 gegn Grindavík.

Þetta er fyrsti leikur Gylfa með Víkingi en hann komst ekki á blað sjálfur. Helgi Guðjónsson skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og innsiglaði Viktor Örlygur Andrason sigurinn eftir leikhlé.

Nikolaj Hansen sóknarmaður Víkings tognaði á læri í sigrinum og verður því frá keppni.

Að lokum gerði Dalvík/Reynir jafntefli við Þór í nágrannaslag þar sem Dalvíkingar komust yfir með marki frá Remi Emeriau, en Sigfús Fannar Gunnarsson jafnaði fyrir Akureyringa.

KR 3 - 1 FH
1-0 Atli Sigurjónsson
1-1 Jóhann Ægir Arnarsson
2-1 Atli Sigurjónsson
3-1 Hjalti Sigurðsson

Víkingur 2 - 0 Grindavík
1-0 Helgi Guðjónsson, víti
2-0 Viktor Örlygur Andrason

Dalvík/Reynir 1 - 1 Þór
1-0 Remi Emeriau
1-1 Sigfús Fannar Gunnarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner