fim 19. maí 2022 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Lampard langaði að gráta eftir leik - „Eitt stærsta augnablik ferilsins"
Frank Lampard
Frank Lampard
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Everton, var í skýjunum eftir 3-2 endurkomusigurinn á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en sigurinn þýðir það að Everton heldur sæti sínu í deildinni.

Everton hefur staðið í ströngu á þessari leiktíð og verið í fallbaráttu síðustu vikurnar.

Útlitið var ekki gott í apríl en liðið hefur náð í nokkur góð úrslit og þurfti svo sannarlega á stigunum að halda í kvöld.

Liðið var 2-0 undir í hálfleik en þrjú mörk í þeim síðari skilaði stigunum sem þurfti og hefur félagið nú bjargað sér frá falli.

„Þetta er eitt af mínum stærstu augnablikum í fótboltanum og bara á ferlinum. Ég er mjög heppinn að hafa fengið að upplifa ótrúlgea tíma, sérstaklega hjá Chelsea og sem leikmaður og þjálfari, en þetta er allt öðruvísi þegar þú finnur þessar tilfinningar og örvæntingu sem fylgir fallbaráttu."

„Maður þarf að fara alla leið. Maður tapar leikjum og reynir að berjast og svo tapar maður öðrum leik. Ég kom hingað inn fyrir þremur og hálfum mánuði síðan með mögnuðu þjálfarateymi, jákvæðu fólki sem leggja svo mikla vinnu á sig og reyna að hafa áhrif á hlutina og fá viðbrögð frá leikmönnum, stuðningsmönnum og reyna að finna þessa sameiningu þegar allt er í rugli. Þetta er sérstakt félag og ég er svo stoltur að vera stjóri Everton á kvöldum eins og þessum."

„Mig langaði einna helst til að gráta eftir leik. Ég ætlaði að stökkva út úr líkamanum. Það getur enginn efast þessi fagnaðarlæti í lok leiks. Það er auðvelt að segja að við höfum ekki unnið neitt en veistu að koma hingað og vinna fyrir þetta félag og sjá erfiðleikana, þá sérðu hvað þetta þýðir mikið fyrir fólkið að halda sér í deildinni. Það að sjá okkur 2-0 undir í hálfleik, spilandi illa og fá á okkur fáránlegt annað mark og bara sjá karakterinn sem þeir sýndu. Sjá stuðningsmennina á vellinum fagnandi og bara andann í þeim. Þeir komu okkur í mark og hafa verið töluvert meira en 12. maðurinn. Leikmennirnir eiga líka skilið mikið hrós, þetta er frábært kvöld."


Lampard var sérstaklega ánægður með Dele Alli sem kom inná og breytti leiknum.

„Dele var frábær þegar hann kom inná. Hann breytti leiknum með gæðum sínum," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner