Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
   þri 19. ágúst 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Einu sinni áður mæst í bikarnum og þá vann Vestri - „Ein óvæntustu úrslit síðari ára“
Martin Montipo skoraði sigurmark Vestra.
Martin Montipo skoraði sigurmark Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa þjálfari Vals og Davíð Smári þjálfari Vestra.
Túfa þjálfari Vals og Davíð Smári þjálfari Vestra.
Mynd: KSÍ
Klukkan 19 á föstudagskvöld mætast Valur og Vestri í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Það er gríðarlega athyglisverður úrslitaleikur framundan undir flóðljósum Laugardalsvallar.

Af níu innbyrðis mótsleikjum liðanna tveggja er einn bikarleikur. Sá leikur var í 8-liða úrslitum keppninnar árið 2021. Þá vann Vestri, sem þá var Lengjudeildarlið, 2-1 sigur á Val.

„Einhver óvæntustu úrslit síðari ára í Mjólkurbikarnum voru að eiga sér stað," skrifaði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í frétt um þann leik, 15. september 2021.

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom Val yfir á 34. mínútu en fyrir leikhlé jafnaði varnarmaðurinn Chechu fyrir Vestra.

„Heimamenn komnir yfir! Hver hefði trúað þessu! Glæsilegt spil, frábær snerting frá Pétri Bjarnasyni sendir Martin í gegn sem sendir hann fram hjá Sveini sem hefur hendur á boltanum," skrifaði svo Jón Ólafur Eiríksson í beinni textalýsingu þegar Martin Montipo skoraði sigurmark Vestra. Vestramenn mættu svo Víkingi í undanúrslitum og féllu þar úr leik.

Vestri 2 - 1 Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('34 )
1-1 Jesus Maria Meneses Sabater ('45 )
2-1 Martin Montipo ('62 )
Rautt spjald: Patrick Pedersen, Valur ('90)
Lestu um leikinn




Leið Vals og Vestra í bikarúrslitin 2025:

Valur

32 liða úrslit - Grindavík - Valur 1-3

16 liða úrslit - Valur - Þróttur R. 2-1

8 liða úrslit - ÍBV - Valur 0-1

Undanúrslit - Valur - Stjarnan 3-1

Vestri

32 liða úrslit - Vestri - HK 3-3 (5-4 vítakeppni)

16 liða úrslit - Breiðablik - Vestri 1-2

8 liða úrslit - Vestri - Þór 2-0

Undanúrslit - Vestri - Fram 0-0 (5-3 vítakeppni)
Athugasemdir
banner
banner