Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 19. september 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
100. stoðsending Tadic kom í níu marka sigri
Dusan Tadic
Dusan Tadic
Mynd: EPA
Serbneski sóknarmaðurinn Dusan Tadic náði ansi merkum áfanga í 9-0 sigri Ajax á Cambuur í hollensku úrvalsdeildinni í gær en hann gerði 100. og 101. stoðsendingu sína í deildinni í leiknum.

Tadic, sem er 32 ára gamall, er að spila sitt áttunda tímabil í hollensku deildinni en hann lék tvö tímabil með bæði Groningen og Twente áður en hann fór til Southampton árið 2014.

Eftir fjögurra ára dvöl hjá enska félaginu hélt hann aftur til Hollands og samdi við Ajax. Þar hefur hann verið leiðtogi liðsins, skorað og lagt upp, urmul af mörkum.

Hann skoraði eitt og lagði upp tvö í 9-0 sigrinum í gær og er nú kominn með 101 stoðsendingu í deildinni. Tadic er nú eini leikmaðurinn sem hefur náð þeim áfanga á þessari öld og er þá aðeins tveimur mörkum frá því að rjúfa hundrað marka múrin.

Ótrúleg tölfræði á átta tímabilum í deildinni.


Athugasemdir
banner