Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 19. október 2025 13:41
Brynjar Ingi Erluson
Vilja kaupa Man Utd og bjóða Cantona að leiða hópinn
Eric Cantona
Eric Cantona
Mynd: EPA
Fjárfestahópur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur mikinn áhuga á að festa kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og hefur Eric Cantona, goðsögn enska félagsins, verið boðið að leiða hópinn. Þetta kemur fram í grein Guardian í dag.

Hópurinn er enn að vinna í því að fjármagna yfirtökutilboð á Man Utd og kemur til greina að fá fyrrum leikmenn félagsins til að slást í hópinn.

Franska goðsögnin Eric Cantona hefur fengið boð um að vera sérstakur sendiherra hópsins, en Wayne Rooney og David Beckham eru einnig sagðir vera til skoðunar í svipað hlutverk.

Glazer-fjölskyldan á stærstan hluta í Man Utd, en það seldi viðskiptamanninum Sir Jim Ratcliffe 27,7 prósent árið 2023 og keypti hann 1,2 prósent til viðbótar undir lok síðasta árs.

Sérstök klásúla tók gildi í ágúst sem neyðir Ratcliffe til að selja hlut sinn í félaginu á sömu skilyrðum og Glazer-fjölskyldan. Klásúlan kemur einnig í veg fyrir að minnihluta eigendur geti komið í veg fyrir sölu, ef að kaupandi er reiðubúinn að kaupa 100 prósent hlut í félaginu.

Peter O'Rourke, blaðamaður hjá Football Insider, segist hafa heimildir fyrir því að Glazer-fjölskyldan sé ekki að flýta sér að selja félagið og allar fréttir sem segja annað séu ótímabærar.
Athugasemdir