Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 20. janúar 2023 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Félag í Bestu með ákvæði í samningi um að óléttar konur fái ekki greitt
Kvenaboltinn
Sara Björk vann tímamótasigur á dögunum.
Sara Björk vann tímamótasigur á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmannasamtök Íslands vekja athygli á því með færslu sinni á samfélagsmiðlum að dæmi séu um að félög á Íslandi hafi sett það inn í samninga sína við leikmenn að greiðslur til viðkomandi leikmanns falli niður verði leikmaðurinn óléttur.

Færslan er sett inn í kjölfar tímamótasigurs Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli sínu gegn Lyon þar sem niðurstaðan var sú að Lyon var gert að greiða Söru um þrettán milljónir íslenskra króna.

„Sigur Söru er því knattspyrnuhreyfingunni afar mikilvægur," segir í færslu samtakanna og birt skjáskot úr samningi hjá liði í Bestu deild kvenna.

FIFA setti reglur varðandi ólétta leikmenn, sem tóku gildi í janúar í fyrra, þar sem segir að leikmenn eigi rétt á fullum greiðslum á meðgöngu. Reglurnar voru settar eftir þrýsting frá alþjóða leikmannasamtökunum, FIFPRO, sem Leikmannasamtök Íslands eru hluti af.

Um mál Söru:
Sara fékk hótanir frá Lyon: Þá á hún enga framtíð hjá félaginu
Lyon var dæmt að borga Söru tæpar 13 milljónir - Sögulegur dómur


Athugasemdir
banner