
Leikmannasamtök Íslands vekja athygli á því með færslu sinni á samfélagsmiðlum að dæmi séu um að félög á Íslandi hafi sett það inn í samninga sína við leikmenn að greiðslur til viðkomandi leikmanns falli niður verði leikmaðurinn óléttur.
Færslan er sett inn í kjölfar tímamótasigurs Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í máli sínu gegn Lyon þar sem niðurstaðan var sú að Lyon var gert að greiða Söru um þrettán milljónir íslenskra króna.
„Sigur Söru er því knattspyrnuhreyfingunni afar mikilvægur," segir í færslu samtakanna og birt skjáskot úr samningi hjá liði í Bestu deild kvenna.
FIFA setti reglur varðandi ólétta leikmenn, sem tóku gildi í janúar í fyrra, þar sem segir að leikmenn eigi rétt á fullum greiðslum á meðgöngu. Reglurnar voru settar eftir þrýsting frá alþjóða leikmannasamtökunum, FIFPRO, sem Leikmannasamtök Íslands eru hluti af.
Um mál Söru:
Sara fékk hótanir frá Lyon: Þá á hún enga framtíð hjá félaginu
Lyon var dæmt að borga Söru tæpar 13 milljónir - Sögulegur dómur
Dæmi eru um að félög á Íslandi setji það inn í samninga að greiðslur falli niður ef leikmaður verður óléltt
— Leikmannasamtökin (@Leikmannasamtok) January 19, 2023
Sigur @sarabjork18 er því ekki síður mikill sigur fyrir íslenskar stelpur. Hér má sjá dæmi um samning. #fotboltinet pic.twitter.com/bmWdVzmmhA
Athugasemdir