Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Madueke bað Chalobah afsökunar - „Það sem ég fæ borgað fyrir"
Mynd: Getty Images
Noni Madueke bað Trevoh Chalobah afsökunar að hafa stolið marki af honum í 3-1 sigri liðsins gegn Wolves í kvöld.

Chalobah var að spila sinn fyrsta leik fyrir Chelsea eftir að hafa komið til baka úr láni frá Crystal Palace. Hann var nálægt því að innsigla sigurinn þegar hann skallaði boltann að marki en Madueke komst í boltann og skoraði.

„Þetta eru ósjálfráð viðbrögð. Ég bað Chalobah afsökunar. Það er frábært fyrir hann að næla í stoðsendingu í fyrsta leiknum. Hann er bróðir miinn. Hann sagði við mig: 'Tókstu markið af mér í alvörunni.' Ég sagði: 'Þú verður að skilja að það er það sem ég fæ borgað fyrir," sagði Madueke léttur í bragði.

Þetta var kærkominn sigur fyrir Chelsea sem hafði ekki unnið í fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner