David Beckham hefur tjáð sig eftir að elsti sonur hans og Victoriu Beckham, Brooklyn, hraunaði yfir foreldra sína á samfélagsmiðlum í gær.
Brooklyn er elsti sonur þeirra hjóna en hann vill ekkert með foreldra sína hafa. Hann segir að þau séu á móti sambandi hans við Nicolu Peltz, en þau giftust árið 2022.
Brooklyn er elsti sonur þeirra hjóna en hann vill ekkert með foreldra sína hafa. Hann segir að þau séu á móti sambandi hans við Nicolu Peltz, en þau giftust árið 2022.
„Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína. Það er enginn að stjórna mér heldur er ég að standa upp fyrir sjálfum mér í fyrsta sinn,“ skrifaði Brooklyn meðal annars.
„Allt mitt líf hafa foreldrar mínir stjórnað sögunum í fjölmiðlum um fjölskyldu okkar með því að vera með leikþátt á samfélagsmiðlum, fjölskylduviðburðum og allt byggt á fölskum samböndum,"
David Beckham var í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC en þar ræddi hann um netnotkun barna. Hann svaraði ekki ásökunum sonar síns beint en sagði:
„Ég hef alltaf talað um krafta samfélagsmiðla, það góða og það slæma. Börnin mín gera mistök. Börn mega gera mistök. Þannig læra þau, svo það er það sem ég reyni að kenna börnunum mínum. En þú veist, stundum verður maður að leyfa þeim að gera þessi mistök líka."
Athugasemdir

