Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   fös 20. mars 2020 15:19
Elvar Geir Magnússon
„Ástandið hjá íþróttafélögunum miklu alvarlegra en í hruninu"
Haraldur Haraldsson.
Haraldur Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er hrikalegt högg í tekjustofna félaga," segir Haraldur Haraldsson formaður ÍTF um fjárhagsmál íslenskra fótboltafélaga.

Haraldur mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net í dag og ræddi um áhrif heimsfaraldursins á íslenska fótboltann.

„Það fyrsta sem fyrirtæki gera er að skera niður auglýsingar og íþróttastyrki. Um leið og það herðir að þá finnum við í íþróttahreyfingunni það fyrst. Það er svo sannarlega að gerast núna."

Fjölmargar fjáraflanir hjá íþróttafélögunum falla niður, þar á meðal veisluhald og mótahald yngri flokka.

„Svo vitum við ekki hvað þetta varir lengi. Það er mörgum spurningum ósvarað og óvissan gríðarlega mikil," segir Haraldur.

Samdráttur hjá UEFA og FIFA gæti bitnað harkalega á tekjum KSÍ. En gætu félagslið þurft á styrk að halda úr sjóðum KSÍ?

„Það er umræða sem þarf að taka í heildarmyndinni. Ef staða félaga verður þannig að við þurfum að grípa til einhverra þannig aðgerða þá verðum við að ræða það. Það er hreint og klárt," segir Haraldur.

„Á stjórnarfundi KSÍ kom fram að Guðni Bergsson hefur sent erindi á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra vegna málsins. Við þurfum aðstoð frá ríki og sveitafélaga og þá jafnvel ganga á sjóði KSÍ."

Gætu einhver íslensk félagslið hreinlega farið í þrot?

„Ef ekkert er gert. Alveg klárlega. Það er mjög mikilægt að menn ræði þetta opinskátt. Annars komumst við ekki að bestu lausninni," segir Haraldur sem segir að fjárhagsmálin séu alvarlegri núna en í bankahruninu 2008.

„Ég sé þetta ástand í dag sem miklu alvarlegra en hrunið. Hrunið kom að hausti að loknu tímabili og velta félaga var miklu lægri þá. Fótboltinn er orðinn meiri iðnaður og ég flokka þetta sem miklu alvarlegra en hrunið fyrir íþróttafélögin."

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn eða notaðu spilarann hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Krísufundur íslenska boltans
Athugasemdir
banner
banner
banner