Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   lau 20. mars 2021 19:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Brighton og Newcastle: Hvort liðið nær í þrjú nauðsynleg stig?
Brighton og Newcastle mætast í eina leik dagsins í ensku úrvaldeildinni í leik sem hefst klukkan 20:00. Leikið er á Amex leikvanginum, heimavelli Brighton og er leikurinn í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Brighton vann fyrri leik liðanna 3-0 og vann Southampton í síðustu umferð. Newcastle er án sigurs í einn og hálfan mánuð. Liðin eru í 16. og 17. sæti, rétt fyrir ofan Fulham í fallbaráttunni.

Graham Potter, stjóri Brighton, gerir eina breytingu frá sigrinum gegn Southampton. Dan Burn tekur sér sæti á bekknum og inn í liðið kemur Pólverjinn Jakub Moder.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, gerir tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Aston Villa í síðustu umferð. Miguel Almiron og Javier Manquillo koma inn fyrir þá Dwight Gayle og Emil Krafth (ekki í hópnum).

Byrjunarlið Brighton: Sanchez, Moder, White, Dunk, Veltman, Gross, Bissouma, Lallana, Trossard, Welbeck, Maupay.

Byrjunarlið Newcastle: Dubravka, Manquillo, Lascelles, Clark, Dummett, Willock, Shelvey, Hayden, Joelinton, Almiron, Fraser.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner