Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 20. mars 2021 18:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikar kvenna: Valur valtaði yfir Þrótt - Fylkir lagði Þór/KA
Kvenaboltinn
Elín Metta setti þrennu
Elín Metta setti þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórdís Elva skoraði fyrir Fylki
Þórdís Elva skoraði fyrir Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir vann Þór/KA og Valur burstaði Þrótt í lokaleikjum A-deildarinnar í Lengjubikar kvenna í dag. Breiðablik lagði Tindastól og ÍBV kom til baka gegn Selfossi í hinum tveimur leikjunum.

Fylkir komst í 2-0 gegn Þór/KA á heimavelli með mörkum frá Þórdísi Elvu og Bryndísi Örnu áður en Hulda Ósk minnkaði muninn.

Á Origo vellinum gekk Valur frá Þrótti, heimakonur skoruðu átta mörk og skoraði Elín Metta þrjú þeirra. Anna Rakel skoraði tvö og þær Dóra María, Ída Marín og Olla skoruðu eitt mark hver.

Fylkir er með tíu stig líkt og Breiðablik á toppi riðils 2. Valur er með tólf stig, fullt hús stiga, eftir fjóra leiki í riðli 1.

Fylkir 2 - 1 Þór/KA
1-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir
2-0 Bryndís Arna Níelsdóttir
2-1 Hulda Ósk Jónsdóttir

Valur 8 - 0 Þróttur R.
1-0 Dóra María Lárusdóttir
2-0 Anna Rakel Pétursdóttir
3-0 Elín Metta Jensen
4-0 Anna Rakel Pétursdóttir
5-0 Elín Metta Jensen
6-0 Elín Metta Jensen
7-0 Ída Marín Hermannsdóttir
8-0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Athugasemdir
banner
banner