KR vann í gær 3-1 sigur á FH í æfingaleik sem fram fór í Vesturbænum. Öll fjögur mörkin í leiknum komu í fyrri hálfleik.
Í seinni hálfleik kom Guðmundur Andri Tryggvason inn á í sínum fyrsta leik fyrir KR eftir að hann var keyptur frá Val í sumarglugganum í fyrra.
Andri hefur glímt við meiðsli sem hafa haldið honum frá vellinum, og voru mínúturnar í gær langþráðar.
Í seinni hálfleik kom Guðmundur Andri Tryggvason inn á í sínum fyrsta leik fyrir KR eftir að hann var keyptur frá Val í sumarglugganum í fyrra.
Andri hefur glímt við meiðsli sem hafa haldið honum frá vellinum, og voru mínúturnar í gær langþráðar.
Andri er fæddur árið 1999 og er uppalinn KR-ingur. Hann hóf sinn feril hjá KR og fór eftir tímabilið 2017 til Start í Noregi. Hann kom á láni til Víkings 2019 og fyrir tímabilið 2021 var hann keyptur til Vals. KR keypti hann svo heim í Vesturbæinn síðasta sumar.
KR tefldi fram mjög ungu liði í seinni háfleiknum í gær en tveir leikmenn fæddir 2007, tveir fæddir 2008, einn fæddur 2009 og einn 2010 voru í liði KR í seinni hálfleiknum.
Rúmar tvær vikur eru í að Besta deildin fari af stað. KR á næst leik gegn Víkingi þann 28. mars, en það er úrslitaleikur Bose-mótsins. Fyrsti leikur KR í Bestu deildinni fer fram á Greifavellinum á Akureyri þann 6. apríl.
Athugasemdir