Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Útvarpsþátturinn - Að gera Bestu deildina enn betri
Fótbolta nördinn - Undanúrslit: Víkingur vs RÚV
Hugarburðarbolti GW 20 Er Brian Mbeumo sonur Bob Marley?
Enski boltinn - Alvöru slagur þegar erkifjendur mættust
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra og enska hringborðið
Hugarburðarbolti GW 19 Versta byrjun nýs stjóra Man Utd í 103 ár!
Enski boltinn - Man Utd gælir við falldrauginn eftir vonlaus jól
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2024
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
Enski boltinn - Björn Bragi gestur og svört jól í Manchester
Hugarburðarbolti GW 17 Liverpool á toppnum um jólin! Er Pep ráðalaus?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Tveggja Turna Tal - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Fylkir vs Fótbolti.net
Hugarburðarbolti GW 16 Er Amad Diallo næsta ofurstjarna Man Utd?
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Tveggja Turna Tal - Helgi Jónas Guðfinnsson
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
   mið 20. apríl 2016 09:45
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Milos: Lofa því að við verðum í topp þremur í haust
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég átti von á því að við myndum vera í miðjunni því fyrstu fimm sætin eru frátekin. Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., eftir að honum var tilkynnt að liðinu er spáð 6. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Markmiðið er að gera mjög vel og enda í topp þremur. Það var slys að vera í botnbaráttu í fyrra og afleiðing af því að við vorum að keppa í Evrópukeppni og vorum ekki með nógu stóran hóp í það."

„Ég lofa því að við verðum í topp þremur í haust, 100%. Annars verð ég ekki sáttur. Þetta er það sem við erum að vinna í."

Launakröfur Gary ekki óraunhæfar
Víkingar höfðu í vetur betur gegn öðrum félögum í baráttu um Gary Martin sem kom frá KR. Voru það peningarnir sem höfðu lykiláhrif þar?

„Menn sem eru atvinnumenn eins og hann kosta sitt. Mér finnst hans launakröfur ekki óraunhæfar. Við vorum frekar tilbúnir að taka menn sem hafa sannað sig heldur en að hjóla í eitthvað blint. Við vissum að við myndum ekki finna striker á Íslandi sem okkur vantaði."

Víkingur mætir KR í úrslitum Lengjubikarsins annað kvöld og þann 2. maí mætast sömu lið í Vesturbænum í 1. umferð í Pepsi-deildinni. Gary fer þá á sinn gamla heimavöll.

„Að sjálfsögðu eru tilfinningar þegar þú spilar á móti liði sem þú hefur spilað áður með og unnið titla með. Hann er spenntur fyrir þessum leik en hann má ekki vera of spenntur. Hann getur alveg stjórnað spennustiginu. Hann getur gírað sig rétt fyrir leik án þess að vera of spenntur," sagði Milos.

Igor skilur breytinguna á fyrirliða
Milos hefur prófað nokkur leikkerfi með Víking í sumar en hann segist vera óhræddur við að skipta um kerfi.

„Við spilum út frá því hvað við í þjálfarateyminu teljum best í hverjum leik. Ég er ekki fastur í taktík. Ég spila það sem leikmenn treysta sér og fer eftir hæfileikum leikmanna. Ef ég er með tvo góða strikera þá spila ég 4-4-2," sagði Milos.

Viktor Bjarki Arnarsson er nýr fyrirliði Víkings en hann tekur við bandinu af Igor Taskovic sem var fyrirliði í fyrra.

„Það er ekkert fótboltalega séð að hjá Igor eða eitthvað svoleiðis. Viktor er hér tólf mánuði á ári en Igor er það ekki. Igor skilur þetta. Þeir eru báðir fyrirliðar og mín hægri og vinstri hönd á vellinum. Viktor hefur ekki misst af neinni æfingu og mér finnst þetta vera eðlilegt. Igor var sammála því."

Leitar oft ráða hjá Óla Þórðar
Milos hafði þjálfað lið Víkings ásamt Ólafi Þórðarsyni áður en hann tók einn við liðinu um mitt sumar í fyrra.

„Ég hef leitað oft ráða hjá Óla Þórðar því hann er reynslumikill og hefur atriði sem ég er ekki með. Hann hefur tekið vel á móti því. Mér finnst þjálfurum hér vanta að geta fengið leiðbeiningar hjá reyndari þjálfurum. Erlendis hafa menn mentora sem þeir geta hringt í. Ég hef líka hringt í erlenda þjálfara en alltaf þegar ég er í einhverjum vafi þá hringi ég í Óla og við spjöllum saman."

Fótbolti.net hefur spurt þjálfarana í Pepsi-deildinni undanfarið að því hvaða leikmann þeir myndu taka inn í hópinn ef þeir mættu velja einn úr öðru liði í deildinni.

„Ég myndi ekki orða það þannig að þetta sé leikmaður sem ég vil fá en Óskar Örn er í miklum metum hjá mér. Hann er X-faktor leikmaður, öðruvísi leikmaður. Ég ítreka samt að ég er ekki að pæla í honum, svo KR-ingar misskilji það ekki," sagði Milos.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner