Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Útvarpsþátturinn - KR, Liverpool og Kjærnested
Kjaftæðið - Stóra uppgjörið úr Bestu með Viktori Unnari
Hugarburðarbolti GW 9 Er orðið heitt undir Arne Slot ?
Uppbótartíminn - Nik kveður og félög skera niður
Enski boltinn - Man Utd stakk sér fram úr Liverpool
Kjaftæðið - KR ætlar að taka yfir Bestu deildina
Innkastið - KR eignaði sér Ísafjörð og sláin lék Blika grátt
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Kjaftæðið - United menn enn á bleiku skýi og hvað gerist í Bestu?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
   mið 20. apríl 2016 09:45
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Milos: Lofa því að við verðum í topp þremur í haust
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég átti von á því að við myndum vera í miðjunni því fyrstu fimm sætin eru frátekin. Þetta kemur mér ekki á óvart," sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkings R., eftir að honum var tilkynnt að liðinu er spáð 6. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

„Markmiðið er að gera mjög vel og enda í topp þremur. Það var slys að vera í botnbaráttu í fyrra og afleiðing af því að við vorum að keppa í Evrópukeppni og vorum ekki með nógu stóran hóp í það."

„Ég lofa því að við verðum í topp þremur í haust, 100%. Annars verð ég ekki sáttur. Þetta er það sem við erum að vinna í."

Launakröfur Gary ekki óraunhæfar
Víkingar höfðu í vetur betur gegn öðrum félögum í baráttu um Gary Martin sem kom frá KR. Voru það peningarnir sem höfðu lykiláhrif þar?

„Menn sem eru atvinnumenn eins og hann kosta sitt. Mér finnst hans launakröfur ekki óraunhæfar. Við vorum frekar tilbúnir að taka menn sem hafa sannað sig heldur en að hjóla í eitthvað blint. Við vissum að við myndum ekki finna striker á Íslandi sem okkur vantaði."

Víkingur mætir KR í úrslitum Lengjubikarsins annað kvöld og þann 2. maí mætast sömu lið í Vesturbænum í 1. umferð í Pepsi-deildinni. Gary fer þá á sinn gamla heimavöll.

„Að sjálfsögðu eru tilfinningar þegar þú spilar á móti liði sem þú hefur spilað áður með og unnið titla með. Hann er spenntur fyrir þessum leik en hann má ekki vera of spenntur. Hann getur alveg stjórnað spennustiginu. Hann getur gírað sig rétt fyrir leik án þess að vera of spenntur," sagði Milos.

Igor skilur breytinguna á fyrirliða
Milos hefur prófað nokkur leikkerfi með Víking í sumar en hann segist vera óhræddur við að skipta um kerfi.

„Við spilum út frá því hvað við í þjálfarateyminu teljum best í hverjum leik. Ég er ekki fastur í taktík. Ég spila það sem leikmenn treysta sér og fer eftir hæfileikum leikmanna. Ef ég er með tvo góða strikera þá spila ég 4-4-2," sagði Milos.

Viktor Bjarki Arnarsson er nýr fyrirliði Víkings en hann tekur við bandinu af Igor Taskovic sem var fyrirliði í fyrra.

„Það er ekkert fótboltalega séð að hjá Igor eða eitthvað svoleiðis. Viktor er hér tólf mánuði á ári en Igor er það ekki. Igor skilur þetta. Þeir eru báðir fyrirliðar og mín hægri og vinstri hönd á vellinum. Viktor hefur ekki misst af neinni æfingu og mér finnst þetta vera eðlilegt. Igor var sammála því."

Leitar oft ráða hjá Óla Þórðar
Milos hafði þjálfað lið Víkings ásamt Ólafi Þórðarsyni áður en hann tók einn við liðinu um mitt sumar í fyrra.

„Ég hef leitað oft ráða hjá Óla Þórðar því hann er reynslumikill og hefur atriði sem ég er ekki með. Hann hefur tekið vel á móti því. Mér finnst þjálfurum hér vanta að geta fengið leiðbeiningar hjá reyndari þjálfurum. Erlendis hafa menn mentora sem þeir geta hringt í. Ég hef líka hringt í erlenda þjálfara en alltaf þegar ég er í einhverjum vafi þá hringi ég í Óla og við spjöllum saman."

Fótbolti.net hefur spurt þjálfarana í Pepsi-deildinni undanfarið að því hvaða leikmann þeir myndu taka inn í hópinn ef þeir mættu velja einn úr öðru liði í deildinni.

„Ég myndi ekki orða það þannig að þetta sé leikmaður sem ég vil fá en Óskar Örn er í miklum metum hjá mér. Hann er X-faktor leikmaður, öðruvísi leikmaður. Ég ítreka samt að ég er ekki að pæla í honum, svo KR-ingar misskilji það ekki," sagði Milos.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner