Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
   mán 20. maí 2024 17:58
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík þarf enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í Lengjudeildinni þetta árið. Fyrr í dag tók liðið á móti Gróttu á Stakkavíkurvellinum í Safamýri og fór svo að lokum að liðin urðu að sættast á jafntefli 2-2.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Grótta

„VIð vildum meira og töldum okkar eiga tækifæri á að ná því en hann var okkur erfiður leikurinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Komumst reyndar inn í hálfleik með 1-0 forystu eftir að hafa verið sjálfum okkur verstir. Eftir allt saman svo sem þokkalega sáttur.“

Fyrri hálfleikur á Stakkavíkurvell náði aldrei neinu sérstöku flugi að mati fréttaritara. Bæði lið voru að gera sig sek um einföld mistök og tempóið í leiknum var heldur hægt. Brynjar hefði væntanlega viljað sjá eitthvað annað og betra frá sínum mönnum?

„Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila erfiðan leik fyrir þremur dögum við Íslands og bikarmeistaranna. Óneitanlega fer orka í það. Við erum svo búnir að missa töluvert af mönnum bæði úr liðinu og hópnum þannig að sú breidd sem við höfðum fyrir 3-4 vikum höfum við ekki í dag. Fyrri hálfleikur var skynsamlega spilaður af okkar hálfu en þegar við komumst upp völlinn þá vorum við í vandræðum.“

Vinstri bakvarðarstaðan í liði Grindavíkur ætlar að reynast vera nokkur hausverkur fyrir Brynjar þessar vikurnar en talsvert er um meiðsli þar. Kristófer Konráðsson var ekki með í dag vegna meiðsla og Marinó Axel Helgason sem leysti hann af þurfti að fara af velli snemma í fyrri hálfleik. Varamaður hans Hrannar Ingi Magnússon var þá sömuleiðis nokkuð tæpur í aðdraganda leiksins en kláraði þó sínar 75 mínútur rúmlega í dag. Er bölvun á stöðunni?

„Það er ekki gott, ég hef svo sem enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík eða eitthvað annað. Við þurfum bara að bregðast við og leikmenn sem eru valdir til að spila eru klárir til þess. Við verðum bara að sjá á morgun eða hinn hver staðan er í þeirri stöðu og á hópnum yfir höfuð.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner