Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mán 20. maí 2024 17:58
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík þarf enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í Lengjudeildinni þetta árið. Fyrr í dag tók liðið á móti Gróttu á Stakkavíkurvellinum í Safamýri og fór svo að lokum að liðin urðu að sættast á jafntefli 2-2.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Grótta

„VIð vildum meira og töldum okkar eiga tækifæri á að ná því en hann var okkur erfiður leikurinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Komumst reyndar inn í hálfleik með 1-0 forystu eftir að hafa verið sjálfum okkur verstir. Eftir allt saman svo sem þokkalega sáttur.“

Fyrri hálfleikur á Stakkavíkurvell náði aldrei neinu sérstöku flugi að mati fréttaritara. Bæði lið voru að gera sig sek um einföld mistök og tempóið í leiknum var heldur hægt. Brynjar hefði væntanlega viljað sjá eitthvað annað og betra frá sínum mönnum?

„Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila erfiðan leik fyrir þremur dögum við Íslands og bikarmeistaranna. Óneitanlega fer orka í það. Við erum svo búnir að missa töluvert af mönnum bæði úr liðinu og hópnum þannig að sú breidd sem við höfðum fyrir 3-4 vikum höfum við ekki í dag. Fyrri hálfleikur var skynsamlega spilaður af okkar hálfu en þegar við komumst upp völlinn þá vorum við í vandræðum.“

Vinstri bakvarðarstaðan í liði Grindavíkur ætlar að reynast vera nokkur hausverkur fyrir Brynjar þessar vikurnar en talsvert er um meiðsli þar. Kristófer Konráðsson var ekki með í dag vegna meiðsla og Marinó Axel Helgason sem leysti hann af þurfti að fara af velli snemma í fyrri hálfleik. Varamaður hans Hrannar Ingi Magnússon var þá sömuleiðis nokkuð tæpur í aðdraganda leiksins en kláraði þó sínar 75 mínútur rúmlega í dag. Er bölvun á stöðunni?

„Það er ekki gott, ég hef svo sem enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík eða eitthvað annað. Við þurfum bara að bregðast við og leikmenn sem eru valdir til að spila eru klárir til þess. Við verðum bara að sjá á morgun eða hinn hver staðan er í þeirri stöðu og á hópnum yfir höfuð.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner