mán 20. júní 2022 09:25
Elvar Geir Magnússon
Buck hættir sem formaður Chelsea (Staðfest)
Bruce Buck og Todd Boehly.
Bruce Buck og Todd Boehly.
Mynd: Getty Images
Bruce Buck stígur af stóli sem formaður Chelsea um mánaðamótin en hann hefur verið í stöðunni í tæplega 20 ár.

Hann mun þó vera tengdur félaginu áfram sem ráðgjafi.

Fjárfestahópur leiddur af bandaríska viðskiptamanninum Todd Boehly tók yfir Chelsea í lok maí. Boehly mun taka við sem stjórnaformaður af Buck.

Buck segir við heimasíðu Chelsea að hann sé stoltur af formannstíð sinni hjá félaginu en nú sé rétti tímapunkturinn til að láta taumana í hendur annarra.

Buck er 76 ára og var lykilmaður í eigendatíð Roman Abramovich.
Athugasemdir
banner
banner
banner