Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. júlí 2019 16:28
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Selfoss á toppinn - Leiknir tapaði aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fóru fram í 2. deild karla í dag og náðu Selfyssingar toppsætinu af Fáskrúðsfirðingum.

Hrvoje Tokic hefur verið í stuði í sumar og kom Selfossi yfir gegn FJarðabyggð. Þór Llorens Þórðarson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik og urðu lokatölur 1-3.

Selfoss er með 23 stig eftir 12 umferðir og vermir toppsætið sem stendur, en afar stutt er á milli liða á toppnum. Selfoss er til dæmis aðeins með sex stigum meira heldur en Fjarðabyggð sem situr eftir í níunda sæti.

Fjarðabyggð 1 - 3 Selfoss
0-1 Hrvoje Tokic ('39)
0-2 Þór Llorens Þórðarson ('49)
0-3 Adam Örn Sveinbjörnsson ('71)
1-3 Guðjón Máni Magnússon ('86)

Leiknir F. tapaði fyrir Víði og er þetta þriðji leikur liðsins í röð án sigurs. Atli Freyr Ottesen og Ari Steinn Guðmundsson skoruðu mörkin og er toppsæti Fáskrúðsfirðinga því glatað í bili.

Víðir 2 - 0 Leiknir F.
1-0 Atli Freyr Ottesen ('60)
2-0 Ari Steinn Guðmundsson ('70)

Zoran Plazonic gerði eina mark leiksins er Vestri sigraði Völsung á Ísafirði. Hann skoraði úr vítaspyrnu á 62. mínútu eftir að boltinn hafði viðkomu í hendi varnarmanns Völsunga.

Vestri er í þriðja sæti, tveimur stigum frá Selfyssingum og með fjórum stigum meira heldur en Völsungar.

Vestri 1 - 0 Völsungur
1-0 Zoran Plazonic ('62, víti)

Þá hafði ÍR betur gegn botnliði Tindastóls og vann þægilegan 2-0 sigur á heimavelli. Breiðhyltingar eru í sjötta sæti eftir sigurinn mikilvæga, fimm stigum frá toppnum.

ÍR 2 - 0 Tindastóll
1-0 Gylfi Steinn Guðmundsson ('27)
2-0 Gunnar Óli Björgvinsson ('29)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner