Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
banner
   lau 20. júlí 2024 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd hélt hreinu og vann í fyrsta leik Yoro
Leny Yoro leit vel út í liði United
Leny Yoro leit vel út í liði United
Mynd: Getty Images
Franski miðvörðurinn Leny Yoro spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag er liðið vann Rangers, 2-0, í æfingaleik í Edinborg.

Yoro var keyptur til United fyrir tæpar 60 milljónir punda frá Lille en hann er einn sá allra efnilegasti í heiminum í dag.

Frakkinn spilaði fyrri hálfleikinn hjá United og heillaði með hraða sínum og styrk.

Amad Diallo skoraði eina mark fyrri hálfleiksins. Hann fékk boltann hægra megin a vængnum, skar sig inn á vinstri og setti boltann í fjærhornið.

Joe Hugill gerði annað markið á 70. mínútu eftir laglegan undirbúning frá Maximiliano Oyedele.

Fyrsti sigur United á undirbúningstímabilinu og þeirra síðasti fyrir Bandaríkjaferð þeirra. United mætir næst erkifjendum sínum í Arsenal en sá leikur fer fram 28, júlí í Los Angeles.


Athugasemdir
banner
banner