Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: thorsport 
Gregg hættir með Þór (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gregg Ryder hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum sem þjálfari karlaliðs Þórs eftir tímabilið. Síðasti leikur haustsins er á morgun, gegn Magna.

Markmið Þórs var að komast upp í Pepsi Max-deildina en skelfilegur kafli á lokahluta tímabils gerði út um þær vonir. Þór er aðeins kominn með tvö stig úr síðustu fimm leikjum, þar á meðal var 1-7 tap á heimavelli gegn toppliði Fjölnis.

„Þór þakkar Gregg fyrir sín störf í þágu Þórs og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni," segir í yfirlýsingu frá Þór.

Yfirlýsingin frá Gregg er talsvert lengri og þar útskýrir hann hvers vegna hann hafi ákveðið að láta af störfum.

„Liðinu gekk mjög vel stærstan hluta sumarsins en nokkrir samverkandi þættir urðu þess valdandi að okkur tókst ekki að gera atlögu að sæti í efstu deild á lokakaflanum.

„Þrátt fyrir að hafa ekki náð markmiðum okkar um úrvalsdeildarsæti hefur okkur tekist að byggja til framtíðar. Margir ungir leikmenn félagsins hafa öðlast dýrmæta reynslu á vellinum og hafa samhliða tekið miklum framförum. Framtíðin er björt fyrir Þór og ég óska félaginu alls hins besta á komandi árum.

„Ég hef notið hverrar stundar á Akureyri og vil nota tækifærið og þakka öllum sem ég hef kynnst hér fyrir skemmtilegt og gefandi samstarf. Ég vona að ég fái tækifæri til að starfa áfram við íslenska knattspyrnu. DFK."


Gregg tók við Þór í október í fyrra og gerði tveggja ára samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner