Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. september 2022 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Sara Björk meiddist í upphitun er Juventus gerði jafntefli við Köge
Sara Björk meiddist í upphitun
Sara Björk meiddist í upphitun
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var ekki með Juventus í 1-1 jafntefli liðsins við danska liðið Köge í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld eftir að hafa meiðst í upphitun.

Juventus tilkynnti byrjunarliðið tæpum einum og hálfum tíma fyrir leik liðsins við Köge og var Sara í liðinu.

Sara fann til í hægri fæti eftir upphitun og gat því ekki verið með liðinu í kvöld. Ekki er vitað hvort meiðslin séu af alvarlegum toga.

Juventus gerði 1-1 jafntefli við Köge og mun því þurfa sigur á heimavelli sínum til að komast í riðlakeppnina en sá leikur fer fram í næstu viku.

Það er vonandi að meiðslin séu ekki alvarleg en íslenska kvennalandsliðið á mikilvægan leik í umspili um sæti á HM þann 11. október. Ísland mætir Belgíu eða Portúgal og dugir sigur til að komast í fyrsta sinn á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner