Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mið 20. nóvember 2019 08:56
Magnús Már Einarsson
Mourinho byrjar á þéttu prógrami hjá Tottenham - Stutt í Man Utd
Jose Mourinho var í morgun ráðinn stjóri Tottenham en hann tekur við af Mauricio Pochettino sem var rekinn í gær.

Mourinho mun stýra sínum fyrsta leik í hádeginu á laugardag þegar Tottenham heimsækir West Ham. Fyrsti heimaleikurinn er síðan gegn Olympiakos á þriðjudag.

Mourinho mun hitta leikmenn Tottenham í fyrsta skipti á æfingasvæði félagsins í dag en hans bíður ærið verkefni við að koma liðinu upp töfluna í ensku úrvalsdeildinni.

Þétt leikjaprógram er framundan hjá Tottenham bæði í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni næstu vikurnar.

Eftir tvær vikur mun Mourinho meðal annars fara á sinn gamla heimavöll þegar Manchester United fær Tottenham í heimsókn. Sunnudaginn 22. desember koma gömlu félagar Mourinho í Chelsea síðan í heimsókn.

Leikirnir fram að jólum
Laugardagur 23. nóv West Ham - Tottenham
Þriðjudagur 26. nóv Tottenham - Olympiakos
Laugardagur 30. nóv Tottenham - Bournemouth
Miðvikudagur 4. des Manchester United - Tottenham
Laugardagur 7. des Tottenham - Burnley
Miðvikudagur 11. des Bayern Munchen - Tottenham
Sunnudagur 15. des Wolves - Tottenham
Sunnudagur 22. des Tottenham - Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner