Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. nóvember 2021 15:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Pressan á Solskjær magnast
Mynd: EPA
Leikur Watford og Manchester United hefur farið fjörlega af stað.

Watford er með yfirhöndina í leiknum en liðið fékk vítaspyrnu á 8. mínútu en David De Gea varði frá Ismaila Sarr, Kiko Femina fylgdi á eftir og skoraði. VAR greip hinsvegar inní og Sarr þurfti að taka spyrnuna aftur.

De Gea varði aftur og United mönnum tókst að koma boltanum frá.

Það var hinsvegar á 28. mínútu sem Joshua King skoraði fyrir Watford og markið stóð. Þegar skammt er til hálfleiks er staðan 1-0 fyrir Watford og pressan á Ole Gunnar Solskjær magnast.

Markið má sjá með því að .smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner