Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Haller að snúa aftur til æfinga hjá Dortmund
Sebastien Haller
Sebastien Haller
Mynd: Getty Images
Fílabeinsstrendingurinn Sebastien Haller er að snúa aftur til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Dortmund eftir að hafa sigrað krabbamein.

Haller, sem er 28 ára gamall, samdi við Dortmund fyrr í sumar eftir að hafa verið markahæsti maður hollensku deildarinnar á síðustu leiktíð.

Hann veiktist skyndilega í æfingabúðum félagsins í Austurríki í sumar og kom í ljós að hann væri með æxli í eistum. Haller hefur síðustu mánuði verið í geislameðferð og er nú laus við æxlið.

Haller fékk að æfa á æfingasvæði Ajax fyrir heimsmeistaramótið og er nú klár í að mæta aftur á æfingar hjá Dortmund en þetta kemur fram í Bild

Dortmund borgaði um það bil 30 milljónir evra fyrir þennan stóra og stæðilega framherja en hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner