fim 21. janúar 2021 22:27
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico Madrid rétt marði Eibar
Luis Suarez gerði bæði mörkin er Atletico Madrid lagði Eibar að velli í spænsku deildinni í kvöld.

Eibar komst yfir snemma leiks þegar Marko Dmitrovic, markvörður liðsins, skoraði af vítapunktinum.

Það ríkti jafnræði með liðunum en gæðin hans Suarez gerðu gæfumuninn að lokum.

Suarez jafnaði á fertugustu mínútu og gerði svo sigurmark úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok.

Heimamenn í Eibar ganga sárir og svekktir af velli eftir frábæra frammistöðu gegn toppliðinu.

Atletico er með sjö stiga forystu á Real Madrid og leik til góða. Eibar er tveimur stigum frá fallsvæðinu.

Eibar 1 - 2 Atletico Madrid
1-0 Marko Dmitrovic ('12 , víti)
1-1 Luis Suarez ('40 )
1-2 Luis Suarez ('89 , víti)

Valencia og Osasuna áttust þá við fyrr í kvöld og kom Jonathan Calleri gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem gestirnir frá Pamplona virtust vera með yfirhöndina.

Heimamenn náðu þó að jafna í síðari hálfleik þegar Unai Garcia gerði sjálfsmark.

Osasuna er í næstneðsta sæti með 16 stig eftir 19 umferðir. Valencia er fjórum stigum ofar.

Valencia 1 - 1 Osasuna
0-1 Jonathan Calleri ('42 )
1-1 Unai Garcia ('69 , sjálfsmark)

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner