Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 21. janúar 2023 11:34
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Liverpool og Chelsea: Bajcetic byrjar - Trent, Nunez og Mudryk á bekknum
Stefan Bajcetic.
Stefan Bajcetic.
Mynd: EPA
Mudryk er á varamannabekknum í dag.
Mudryk er á varamannabekknum í dag.
Mynd: Getty Images

Það er stórleikur á dagskrá klukkan 12:30 í ensku úrvalsdeildinni en þá mætast Liverpool og Chelsea á Anfield.


Liðin hafa bæði ollið miklum vonbrigðum það sem af er vetri en þau sitja í níunda og tíunda sæti deildarinnar með 28 stig. Liverpool hefur þó spilað einum leik færra heldur en gestirnir.

Heimamenn fengu stóran skell gegn Brighton í síðasta deildarleik sínum en liðinu tókst hins vegar að vinna Wolves á útivelli í enska bikarnum í miðri viku.

Chelsea vann langþráðan sigur í deildinni um síðustu helgi þegar það lagði lið Crystal Palace að velli með einu marki gegn engu.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, stýrir sínum þúsundasta leik á ferlinum í dag. Hann gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu.

Serbneski Spánverjinn Stefan Bajcetic er áfram í byrjunarliðinu en Alisson Becker, Andy Robertson og Mohamed Salah koma inn í liðið frá bikarleiknum gegn Wolves.

Darwin Nunez er á bekknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða. James Milner byrjar í bakverðinum en Trent Alexander-Arnold sest á bekkinn.

Graham Potter, stjóri Chelsea, gerir eina breytingu á byrunarliði sínu sem vann Crystal Palace.

Marc Cucurella kemur inn í liðið fyrir Carney Chukwuemeka. Þá er Mykhailo Mudryk á varamannabekknum en Mateo Kovacic er ekki í leikmannahópnum í dag.

Liverpool: Alisson, Milner, Gomez, Konate, Robertson, Keita, Bajcetic, Thiago, Salah, Gakpo, Elliott.
(Varamenn: Kelleher, Fabinho, Henderson, Oxlade-Chamberlain, Jones, Tsimikas, Nunez, Matip, Alexander-Arnold.)

Chelsea: Arrizabalaga, Badiashile, Jorginho, Silva, Chalobah, Mount, Ziyech, Gallagher, Havertz, Cucurella, Hall.
(Varamenn:  Bettinelli, Aubameyang, Loftus-Cheek, Mudryk, Koulibaly, Fofana, Azpilicueta, Chukwuemeka, Humphreys.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner