Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   lau 21. janúar 2023 16:55
Aksentije Milisic
England: Bowen skoraði tvennu í fallbaráttuslagnum - Brighton bjargaði stigi
Tvenna.
Tvenna.
Mynd: EPA

Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni en fyrr í dag gerðu Liverpool og Chelsea markalaust jafntefli.


Það var nýliðaslagur þegar Bournemouth og Nottingham Forest áttu við en liðin skildu jöfn 1-1.

Sam Surridge bjargaði stigi fyrir gestina með marki af stuttu færi. Það munaði ekki miklu að hann væri rangstæður þegar hann kom knettinum yfir línuna en það slapp fyrir horn.

Á King Power vellinum í Leicester gerðu heimamenn 2-2 jafntefli gegn Brighton í fjörugum leik. Kaoru Mitoma skoraði frábær mark fyrir Brighton og þá jafnaði hinn 18 ára gamli Evan Ferguson metin undir lok leiks með smekklegu skallamarki.

Jarrod Bowen sá um Everton í fallslagnum þegar West Ham og Everton mættust. Það gæti farið sem svo að Frank Lampard taki pokann sinn fljótlega.

Þá vann Aston Villa góðan útisigur á Southampton. Það var töf á leiknum vegna dróna sem flaug yfir vellinum í fyrri hálfleik.

Southampton skoraði í síðari hálfleiknum en markið var dæmt af vegna brots í aðdragandanum. Það var síðan Ollie Watkins sem tryggði sigurinn fyrir gestina á 78. mínútu leiksins.

Bournemouth 1 - 1 Nott. Forest
1-0 Jaidon Anthony ('28 )
1-1 Sam Surridge ('84 )

Leicester City 2 - 2 Brighton
0-1 Kaoru Mitoma ('27 )
1-1 Marc Albrighton ('38 )
2-1 Harvey Barnes ('63 )
2-2 Evan Ferguson ('88)

Southampton 0 - 1 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('78)

West Ham 2 - 0 Everton
1-0 Jarrod Bowen ('34 )
2-0 Jarrod Bowen ('41 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner
banner