Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 21. janúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Murillo búinn að ná munnlegu samkomulagi við Nottingham Forest
Murillo, varnarmaður Nottingham Forest, hefur náð munnlegu samkomulagi við félagið um framlengingu á samningi sínum.

Sky Sports greinir frá því að það sé komið samkomulag, það eina sem eftir á að gera er að skrifa undir.

Það hefur verið í forgangi hjá félaginu að framlengja samninginn við brasilíska varnarmanninn þrátt fyrir að núgildandi samningurinn gildi til næstu fjögurra ára.

Félagið er í viðræðum við Ola Aina og Chris Wood og allir aðilar eru bjartsýnir á að samningar náist.
Athugasemdir
banner