Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mið 21. apríl 2021 23:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri fór af velli vegna spjaldsins - Mihajlovic tók enga sénsa
Andri Fannar á æfingu með U21 landsliðinu í Ungverjalandi
Andri Fannar á æfingu með U21 landsliðinu í Ungverjalandi
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Fannar Baldursson lék tæplega fimmtíu mínútur með liði Bologna í ítölsku Serie A í kvöld.

Bologna gerði 1-1 jafntefli gegn Torino í dag. Þetta var í sjötta sinn á tímabilinu sem Andri kemur við sögu hjá Bologna.

Hann kom inn í liðið á 9. mínútu fyrir Nicolas Dominguez. Á 25. mínútu skoraði Musa Barrow fyrir Bologna. Á 28. mínútu fékk svo Andri að líta gult spjald.

Á 56. mínútu fór Andri svo af velli fyrir Mattias Svanberg. Tveimur mínútum seinna jafnaði Torino leikinn.

Andri Fannar staðfesti það við Fótbolta.net í kvöld að hann hafi farið af velli vegna gula spjaldsins. Sinisa Mihajlovic, stjóri Bologna, útskýrði það fyrir honum. Línan í leiknum var mjög ströng og fékk Andri að líta gula spjaldið fyrir sitt fyrsta brot.

Andri stóð sig vel í leiknum og vonast eftir fleiri mínútum í næstu leikjum.

Hann var til umræðu í nýjasta þætti ítalska boltans sem hægt er að hlusta á hér að neðan.
Ítalski boltinn - Lítill spiltími Andra vonbrigði
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner