Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. maí 2020 08:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sane kominn með númer en þarf að taka launalækkun
Powerade
Leroy Sane er sterklega orðaður við Bayern.
Leroy Sane er sterklega orðaður við Bayern.
Mynd: Getty Images
Manchester United vill halda í Ighalo.
Manchester United vill halda í Ighalo.
Mynd: Getty Images
Lemar til Arsenal?
Lemar til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðri dagsins þennan fimmtudaginn. BBC tók saman þessa mola.

Búið er að taka frá treyju númer tíu hjá Bayern München á næsta tímabili fyrir Leroy Sane (24), kantmann Manchester City. (Mirror)

Þýska stórveldið hefur sagt við Sane að hann þurfi að taka á sig 30 prósent launalækkun ef hann ætlar sér að koma til félagsins í sumar. (Bild)

Chelsea er í vandræðum með að losa sig við Victor Moses (29) þar sem Inter neitar að borga uppsett verð, 10,75 milljónir punda, fyrir hann. Moses er í láni hjá Inter. (Sun)

Umboðsmaður miðjumannsins Jorginho (28) segir að leikmaðurinn sé ánægður hjá Chelsea og hafi ekki fengið tilboð frá Juventus. (Metro)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill halda bakverðinum Diogo Dalot (21) sem hefur vakið áhuga Barcelona og Paris Saint-Germain. (ESPN)

Liverpool er tilbúið að selja þrjá leikmenn, Xherdan Shaqiri, Harry Wilson og Marko Grujic, í sumar til að geta keypt sóknarmanninn Timo Werner (24) frá RB Leipzig í Þýskalandi. (The Athletic)

Spænska félagið Sevilla hefur gert 20 milljón evra tilboð í Ugurcan Cakir (24), markvörð Trabzonspor. Cakir hefur einnig verið orðaður við Leicester. (Leicester Mercury)

Manchester United vill halda sóknarmanninum Odion Ighalo (30) á láni frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua, en United er afslappað yfir stöðu Ighalo þar sem Marcus Rashford er að koma til baka úr meiðslum. (Sky Sports)

Arsenal er að íhuga að skipta á leikmönnum við Atletico Madrid þannig að Atletico fái Alexandre Lacazette (28) og landi hans Thomas Lemar (24) fari frá Atletico til Arsenal. (AS)

PSG hefur ekki lengur áhuga á Kalidou Koulibaly (28), miðverði Napoli, út af háum verðmiða hans. Napoli vill fá 70 milljónir evra fyrir hann, en Manchester United er núna líklegast til að fá hann. (Le Parisien)

Umboðsmaður Gareth Bale (30), leikmanns Real Madrid, neitar því að búið sé að bjóða leikmanninn til Inter Miami í MLS-deildinni. (ESPN Deportes)

Arturo Vidal (32), miðjumaður Barcelona, verður ekki hluti af mögulegum kaupum Barcelona á sóknarmanninum Lautaro Martinez (22) frá Inter. (Marca)

Miðjumaðurinn Dani Ceballos (23) hefur gefið í skyn að hann verði ekki lengur á hjá Arsenal en út þetta tímabil. Hann klárar lánssamning sinn eftir tímabil, en stefnir svo á að fara aftur til Real Madrid þar sem hann á þrjú ár eftir af samningi. (TVE)

Vonast er til þess að Championship-deildin geti hafist aftur í næsta mánuði. (Times)

Fyrstu umferðir deildabikarsins eru í hættu fyrir næsta tímabil ef ekki verður hægt að hefja næsta tímabil fyrir byrjun september. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner