Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 21. maí 2023 20:02
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við erum ekki að keppa við toppliðin akkúrat núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nú fyrir skömmu síðan lauk leik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla þar sem Breiðablik vann leikinn 2-0. Hallgrímur Jónasson þjáflari KA var ánægður með frammistöðuna en svekktur með niðurstöðuna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Mér fannst við spila vel í dag og fannst við eiga skilið að fá eitthvað úr þessum leik."

KA menn voru mikið með boltan í fyrri hálfleik og litu út fyrir að vera betra liðið á þeim kafla. Þeir fá svo mark á sig strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks, og það gæti hafa dregið töluvert vindin úr seglum þeirra.

„Mér fannst það ekki, fyrri hálfleikurinn er vel spilaður hjá okkur. Við hefðum kannski átt að vera meira beinskeittari þar, gera meira úr þessum stöðum sem við komumst í en við bara spiluðum flottan leik. Vindurinn hefur líka smá áhrif þannig að ég er bara gríðarlega ánægður með frammistöðuna, við sköpum færi til að skora en auðvitað er ekki gáfulegt að gefa þeim víti eftir 40 sekúndur í seinni hálfleik. Það kannski var óþarfi að spila boltanum svona tæpt inn í eigin vítateig eftir 40 sekúndur. Mér fannst það ekki slá okkur út af laginu, við erum áfram flottir og fáum dauðafæri til að jafna 1-1 áður en að þeir skora 2-0 sem er einstaklingsframtak, vel gert. Það er smá pirrandi fyrir okkur að þeir sem hefðu getað stoppað hann voru komnir á gult spjald og kannski þorðu því ekki, og svo kemur frábært skot þannig að ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna en því miður töpuðum við 2-0."

Hallgrímur talaði um það fyrir tímabil að KA ætlar að gera sig gildandi í titilbaráttunni en nú hafa þeir mætt öllum efstu þremur liðunum og tapað fyrir þeim öllum. Er það þá raunhæft fyrir KA að berjast við þau lið?

„Hlutir eru fljótir að breytast í fótbolta og við teljum okkur vera með gott lið. Akkúrat núna er langt í efstu lið og við þurfum bara að sjá hlutina eins og þeir eru að við erum ekki að keppa við þau lið akkúrat núna. Við erum búnir með tvö af þessum topp liðum á útivelli og búnir að gefa þeim flottan leik. Við vorum óheppnir að tapa á móti Víking á útivelli en leikurinn sem ég myndi segja að ég var óánægður með var Vals leikurinn heim þannig að við finnum það að þegar við spilum við þessi lið að við getum spilað við þau. En akkúrat núna þurfum við mörg stig til þess að vera spá í þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Hallgrímur nánar um meiðslastöðu liðsins.


Athugasemdir
banner