Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 21. maí 2023 20:02
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við erum ekki að keppa við toppliðin akkúrat núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nú fyrir skömmu síðan lauk leik Breiðabliks og KA í Bestu deild karla þar sem Breiðablik vann leikinn 2-0. Hallgrímur Jónasson þjáflari KA var ánægður með frammistöðuna en svekktur með niðurstöðuna.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 KA

„Mér fannst við spila vel í dag og fannst við eiga skilið að fá eitthvað úr þessum leik."

KA menn voru mikið með boltan í fyrri hálfleik og litu út fyrir að vera betra liðið á þeim kafla. Þeir fá svo mark á sig strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks, og það gæti hafa dregið töluvert vindin úr seglum þeirra.

„Mér fannst það ekki, fyrri hálfleikurinn er vel spilaður hjá okkur. Við hefðum kannski átt að vera meira beinskeittari þar, gera meira úr þessum stöðum sem við komumst í en við bara spiluðum flottan leik. Vindurinn hefur líka smá áhrif þannig að ég er bara gríðarlega ánægður með frammistöðuna, við sköpum færi til að skora en auðvitað er ekki gáfulegt að gefa þeim víti eftir 40 sekúndur í seinni hálfleik. Það kannski var óþarfi að spila boltanum svona tæpt inn í eigin vítateig eftir 40 sekúndur. Mér fannst það ekki slá okkur út af laginu, við erum áfram flottir og fáum dauðafæri til að jafna 1-1 áður en að þeir skora 2-0 sem er einstaklingsframtak, vel gert. Það er smá pirrandi fyrir okkur að þeir sem hefðu getað stoppað hann voru komnir á gult spjald og kannski þorðu því ekki, og svo kemur frábært skot þannig að ég er gríðarlega ánægður með frammistöðuna en því miður töpuðum við 2-0."

Hallgrímur talaði um það fyrir tímabil að KA ætlar að gera sig gildandi í titilbaráttunni en nú hafa þeir mætt öllum efstu þremur liðunum og tapað fyrir þeim öllum. Er það þá raunhæft fyrir KA að berjast við þau lið?

„Hlutir eru fljótir að breytast í fótbolta og við teljum okkur vera með gott lið. Akkúrat núna er langt í efstu lið og við þurfum bara að sjá hlutina eins og þeir eru að við erum ekki að keppa við þau lið akkúrat núna. Við erum búnir með tvö af þessum topp liðum á útivelli og búnir að gefa þeim flottan leik. Við vorum óheppnir að tapa á móti Víking á útivelli en leikurinn sem ég myndi segja að ég var óánægður með var Vals leikurinn heim þannig að við finnum það að þegar við spilum við þessi lið að við getum spilað við þau. En akkúrat núna þurfum við mörg stig til þess að vera spá í þeim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan þar talar Hallgrímur nánar um meiðslastöðu liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner