Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 21. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tveir frá Villarreal tróna á toppnum
Þegar ein umferð er eftir af La Liga á Spáni eru tveir leikmenn Villareal sem leiða baráttuna um titilinn um marka- og stoðsendingakóng ársins.

Norski sóknarmaðurinn Alexander Sorloth er nú markahæstur í deildinni með 23 mörk eftir að hafa skorað fjögur mörk gegn Real Madrid í 4-4 jafntefli um helgina.

Sorloth er með tveggja marka forystu á Artem Dovbyk, sóknarmann Girona, fyrir lokaumferðina.

Norðmaðurinn er með kaupákvæði upp á 38 milljónir evra í samningi sínum og ljóst að það verður mikill áhugi á honum í sumar.

Spænski leikmaðurinn Alex Baena er þá með 13 stoðsendingar í deildinni en enginn er með fleiri stoðsendingar en hann. Baena er með 60 milljóna evra kaupákvæði í samningi sínum en hann hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa.

Þetta er ótrúlegt afrek í ljósi þess að Villarreal situr í 8. sæti La Liga en liðið á ekki möguleika á að spila í Evrópukeppni á næsta tímabili.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner