Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 21. júní 2020 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Óli Kristjáns: Staðan í deildinni er bara augnabliksmynd
Óli Kristjáns þjálfari FH
Óli Kristjáns þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tók á móti ÍA í kvöld á Kaplakrikavelli þegar 2. umferð Pepsi Max deildar karla kláraðist. Fyrir leikinn voru bæði lið með þrjú stig eftir sigur í fyrstu umferð og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Jónatan Ingi Jónsson FH yfir og eftir það varð þetta í raun aldrei spurning og FH sigraði í leiknum, 2-1.

„Ánægður með frammistöðuna, ánægður með spiritið í liðinu og að sjálfsögðu úrslitin en mér fannst bara bragurinn á liðinu vera góður, við börðumst vel og vorum fínir í skyndisóknum, áttum góða spilkafla og mér fannst við hafa tök á þessu heilt yfir megnið af leiknum," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 ÍA

FH var með yfirhöndina mest allan leikinn en undir restina virtist þó aðeins lifna yfir Skagaliðinu og komust aðeins inn í leikinn undir lokin en Óli vildi þó ekki endilega taka undir að hann hefði orðið endilega smeikur við þetta áhlaup.
„Við kannski féllum full aftarlega en í sjálfu sér þá sköpuðu þeir ekki mikið, þeir setja boltan inn í teiginn og Guðmann slæmir hendinni í boltann og þeir víti en auðvitað getur það alltaf gerst en mér fannst við bæði vera með lið og svona strúktúr sem að dílaði ágætlega við þessa orrahríð þarna en áttum þá að sama skapi möguleikann á skyndisóknum sem við fengum, stelum boltanum hátt á vellinum í pressu og skot í stöng og fáum hraðaupphlaup sem við nýtum ekki þannig að ég hefði viljað sjá þriðja markið og sigla þessu þægilega heim." 

„Maður veit aldrei, það er eitthvað sem kemur bara í ljós eftir leikinn, mér fannst þeir í sjálfu sér ekki vera komast á bakvið okkur eða undir okkur eða skapa nein færi, þetta var mikið af boltum sem miðverðirnir og Baldur réðu vel við og varnarmennirnir bara í heild svo við getum staðið hér og sagt að ég hafi ekki verið neitt smeikur en maður veit aldrei hvað gerist, gott að þetta endaði svona."


FH er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðinar og lið eins og KR og Valur hafa misstigið sig en Óli taldi of snemmt að fara gera eitthvað úr því.
„Alltof snemmt að tala um hvernig deildin mun þróast, staðan í deildinni er bara augnabliksmynd af því sem er að gerast og við getum talað saman eftir um 5-7 umferðir og þá sjáum við meira kannski hvernig deildin mun líta út en það er alltof snemmt að fara tala um eitthvað, FH er alltaf í öllum mótum til þess að standa uppi sem sigurvegari."

Óli vildi ekkert staðfesta um hvort það væri von á frekari breytinum á hópnum sínum fyrir sumarið en hann segir aldrei hægt að loka á það.
„Það er aldrei neinn lokahópur, það getur alltaf eitthvað gerst, þetta er góður hópur og góðir ungir frískir menn sem eru á bekknum og ég hef spilað svolítið gamalt núna í byrjun og það er ástæða fyrir því, síðan erum við með Kristján Gauta og Pétur Viðars hefur ekki spilað og strákar sem eru ekki einusinni í hóp hérna þannig ég er mjög sáttur eins og er." 

Hvað er langt þangað til við sjáum Kristján Gauta á velli?
„Hann þarf að fá svona 3-4 vikur bara til þess að komast í fótboltastand og við tökum stöðuna þegar hann er búin að æfa í 3-4 vikur og sjáum hvort hann geti farið að fá mínútur."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner