Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 21. júní 2020 22:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Óli Kristjáns: Staðan í deildinni er bara augnabliksmynd
Óli Kristjáns þjálfari FH
Óli Kristjáns þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tók á móti ÍA í kvöld á Kaplakrikavelli þegar 2. umferð Pepsi Max deildar karla kláraðist. Fyrir leikinn voru bæði lið með þrjú stig eftir sigur í fyrstu umferð og því mátti búast við hörkuleik. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Jónatan Ingi Jónsson FH yfir og eftir það varð þetta í raun aldrei spurning og FH sigraði í leiknum, 2-1.

„Ánægður með frammistöðuna, ánægður með spiritið í liðinu og að sjálfsögðu úrslitin en mér fannst bara bragurinn á liðinu vera góður, við börðumst vel og vorum fínir í skyndisóknum, áttum góða spilkafla og mér fannst við hafa tök á þessu heilt yfir megnið af leiknum," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 ÍA

FH var með yfirhöndina mest allan leikinn en undir restina virtist þó aðeins lifna yfir Skagaliðinu og komust aðeins inn í leikinn undir lokin en Óli vildi þó ekki endilega taka undir að hann hefði orðið endilega smeikur við þetta áhlaup.
„Við kannski féllum full aftarlega en í sjálfu sér þá sköpuðu þeir ekki mikið, þeir setja boltan inn í teiginn og Guðmann slæmir hendinni í boltann og þeir víti en auðvitað getur það alltaf gerst en mér fannst við bæði vera með lið og svona strúktúr sem að dílaði ágætlega við þessa orrahríð þarna en áttum þá að sama skapi möguleikann á skyndisóknum sem við fengum, stelum boltanum hátt á vellinum í pressu og skot í stöng og fáum hraðaupphlaup sem við nýtum ekki þannig að ég hefði viljað sjá þriðja markið og sigla þessu þægilega heim." 

„Maður veit aldrei, það er eitthvað sem kemur bara í ljós eftir leikinn, mér fannst þeir í sjálfu sér ekki vera komast á bakvið okkur eða undir okkur eða skapa nein færi, þetta var mikið af boltum sem miðverðirnir og Baldur réðu vel við og varnarmennirnir bara í heild svo við getum staðið hér og sagt að ég hafi ekki verið neitt smeikur en maður veit aldrei hvað gerist, gott að þetta endaði svona."


FH er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðinar og lið eins og KR og Valur hafa misstigið sig en Óli taldi of snemmt að fara gera eitthvað úr því.
„Alltof snemmt að tala um hvernig deildin mun þróast, staðan í deildinni er bara augnabliksmynd af því sem er að gerast og við getum talað saman eftir um 5-7 umferðir og þá sjáum við meira kannski hvernig deildin mun líta út en það er alltof snemmt að fara tala um eitthvað, FH er alltaf í öllum mótum til þess að standa uppi sem sigurvegari."

Óli vildi ekkert staðfesta um hvort það væri von á frekari breytinum á hópnum sínum fyrir sumarið en hann segir aldrei hægt að loka á það.
„Það er aldrei neinn lokahópur, það getur alltaf eitthvað gerst, þetta er góður hópur og góðir ungir frískir menn sem eru á bekknum og ég hef spilað svolítið gamalt núna í byrjun og það er ástæða fyrir því, síðan erum við með Kristján Gauta og Pétur Viðars hefur ekki spilað og strákar sem eru ekki einusinni í hóp hérna þannig ég er mjög sáttur eins og er." 

Hvað er langt þangað til við sjáum Kristján Gauta á velli?
„Hann þarf að fá svona 3-4 vikur bara til þess að komast í fótboltastand og við tökum stöðuna þegar hann er búin að æfa í 3-4 vikur og sjáum hvort hann geti farið að fá mínútur."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner