Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 21. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Leah Pais er leikmaður umferðarinnar í Mjólkurbikarnum.
Leah Pais er leikmaður umferðarinnar í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leah Pais.
Leah Pais.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur að spila. Við ætluðum að gera allt sem við gátum til að komast í næstu umferð," segir Leah Pais, leikmaður Þróttar, sem er leikmaður 8-liða úrslitana í Mjólkurbikar kvenna.

Leah fór hamförum þegar Þróttur vann lagði Aftureldingu að velli í Mosfellsbæ. Hún skoraði öll fjögur mörkin í 1-4 sigri. Hennar fyrstu mörk fyrir liðið í sumar.

„Ég hafði verið að leita eftir fyrstu mörkunum. Það var gaman að skora eftir allt sem við höfðum lagt á okkur. Við erum að vinna í því að skora fleiri mörk og nýta færin betur. Að fá sjálfstraustið var mjög gott."

Þróttur hefur átt í erfiðleikum í deildinni en liðið er að standa sig vel í bikarnum og mætir Val í undanúrslitunum.

„Bikarinn hefur klárlega hjálpað okkur. Við stöndum okkur alltaf vel í bikarnum og þar höfum við sýnt hvers við erum megnugar. Í deildinni höfum við verið að spila vel en við þurfum bara að laga hitt og þetta. Tölfræðin lýgur ekki. Við erum að skapa fullt af færum og erum ekki að fá mörg mörk á okkur. Bikarinn er að gefa okkur sjálfstraust og sýnir okkur það að þegar við erum upp á okkar besta, að þá getum við unnið öll lið."

Katie Cousins, góð vinkona Leah, er í liði Vals. Hvernig verður að mæta henni?

„Þegar við göngum inn á völlinn, þá erum við ekki lengur vinkonur," sagði Leah og brosti. „Það er alltaf gaman að spila gegn vinum sínum. Við erum bara með eitt markmið og það er að komast í úrslitaleikinn."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Leah, sem er upprunalega frá Kanada, um lífið á Íslandi en hún er á fyrsta ári í atvinnumennsku eftir að hafa gert það gott í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún nýtur lífsins á Íslandi og hefur elskað að kynnast nýrri menningu hér á landi.
Athugasemdir
banner