Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
   fös 21. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Leah Pais er leikmaður umferðarinnar í Mjólkurbikarnum.
Leah Pais er leikmaður umferðarinnar í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leah Pais.
Leah Pais.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur að spila. Við ætluðum að gera allt sem við gátum til að komast í næstu umferð," segir Leah Pais, leikmaður Þróttar, sem er leikmaður 8-liða úrslitana í Mjólkurbikar kvenna.

Leah fór hamförum þegar Þróttur vann lagði Aftureldingu að velli í Mosfellsbæ. Hún skoraði öll fjögur mörkin í 1-4 sigri. Hennar fyrstu mörk fyrir liðið í sumar.

„Ég hafði verið að leita eftir fyrstu mörkunum. Það var gaman að skora eftir allt sem við höfðum lagt á okkur. Við erum að vinna í því að skora fleiri mörk og nýta færin betur. Að fá sjálfstraustið var mjög gott."

Þróttur hefur átt í erfiðleikum í deildinni en liðið er að standa sig vel í bikarnum og mætir Val í undanúrslitunum.

„Bikarinn hefur klárlega hjálpað okkur. Við stöndum okkur alltaf vel í bikarnum og þar höfum við sýnt hvers við erum megnugar. Í deildinni höfum við verið að spila vel en við þurfum bara að laga hitt og þetta. Tölfræðin lýgur ekki. Við erum að skapa fullt af færum og erum ekki að fá mörg mörk á okkur. Bikarinn er að gefa okkur sjálfstraust og sýnir okkur það að þegar við erum upp á okkar besta, að þá getum við unnið öll lið."

Katie Cousins, góð vinkona Leah, er í liði Vals. Hvernig verður að mæta henni?

„Þegar við göngum inn á völlinn, þá erum við ekki lengur vinkonur," sagði Leah og brosti. „Það er alltaf gaman að spila gegn vinum sínum. Við erum bara með eitt markmið og það er að komast í úrslitaleikinn."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Leah, sem er upprunalega frá Kanada, um lífið á Íslandi en hún er á fyrsta ári í atvinnumennsku eftir að hafa gert það gott í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún nýtur lífsins á Íslandi og hefur elskað að kynnast nýrri menningu hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner