Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fös 21. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
Leah Pais er leikmaður umferðarinnar í Mjólkurbikarnum.
Leah Pais er leikmaður umferðarinnar í Mjólkurbikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leah Pais.
Leah Pais.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur að spila. Við ætluðum að gera allt sem við gátum til að komast í næstu umferð," segir Leah Pais, leikmaður Þróttar, sem er leikmaður 8-liða úrslitana í Mjólkurbikar kvenna.

Leah fór hamförum þegar Þróttur vann lagði Aftureldingu að velli í Mosfellsbæ. Hún skoraði öll fjögur mörkin í 1-4 sigri. Hennar fyrstu mörk fyrir liðið í sumar.

„Ég hafði verið að leita eftir fyrstu mörkunum. Það var gaman að skora eftir allt sem við höfðum lagt á okkur. Við erum að vinna í því að skora fleiri mörk og nýta færin betur. Að fá sjálfstraustið var mjög gott."

Þróttur hefur átt í erfiðleikum í deildinni en liðið er að standa sig vel í bikarnum og mætir Val í undanúrslitunum.

„Bikarinn hefur klárlega hjálpað okkur. Við stöndum okkur alltaf vel í bikarnum og þar höfum við sýnt hvers við erum megnugar. Í deildinni höfum við verið að spila vel en við þurfum bara að laga hitt og þetta. Tölfræðin lýgur ekki. Við erum að skapa fullt af færum og erum ekki að fá mörg mörk á okkur. Bikarinn er að gefa okkur sjálfstraust og sýnir okkur það að þegar við erum upp á okkar besta, að þá getum við unnið öll lið."

Katie Cousins, góð vinkona Leah, er í liði Vals. Hvernig verður að mæta henni?

„Þegar við göngum inn á völlinn, þá erum við ekki lengur vinkonur," sagði Leah og brosti. „Það er alltaf gaman að spila gegn vinum sínum. Við erum bara með eitt markmið og það er að komast í úrslitaleikinn."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Leah, sem er upprunalega frá Kanada, um lífið á Íslandi en hún er á fyrsta ári í atvinnumennsku eftir að hafa gert það gott í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Hún nýtur lífsins á Íslandi og hefur elskað að kynnast nýrri menningu hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner