Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fös 21. júní 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea berst við Bayern um sóknarmann Barcelona
Marc Guiu.
Marc Guiu.
Mynd: EPA
Chelsea og Bayern München eru bæði að sýna Marc Guiu, sóknarmanni Barcelona, áhuga.

Hann er með riftunarverð í samningi sínum upp á 6 milljónir evra og er því alls ekki dýr fyrir ungan og efnilegan leikmann að vera.

Barcelona vill halda í Guiu og eru viðræður í gangi um nýjan samning, en ekkert staðfest í þeim efnum.

Það var Guillem Balague sem sagði fyrst frá þeim tíðindum að Chelsea væri að skoða Guiu en þessi 18 ára gamli sóknarmaður sjö keppnisleiki með aðalliði Barcelona og skorað í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner