Augnablik, KFK og Magni unnu öll flotta sigra í þrettándu umferð 3. deildar karla í dag.
Halldór Atli Kristjánsson skoraði tvö er Augnablik vann Vængi Júpíters, 3-1, í Grafarvogi. Halldór skoraði mörkin á fyrsta hálftímanum en Rafael Máni Þrastarson kom Vængjunum inn í leikinn þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.
Júlíus Óli Stefánsson sá til þess að Augnablikar færu með öll stigin heim með marki á 87. mínútu og þar við sat.
Stefán Ómar Magnússon skoraði þá tvö og Benedikt Jóel Elvarsson eitt er KFK vann Sindra 3-0. Gestirnir í Sindri spiluðu manni færri síðasta hálftímann eftir að Kristján Örn Þorvarðarson fékk að líta rauða spjaldið.
Magnamenn sóttu 2-1 sigur í Mosfellsbæ er liðið mætti Hvíta riddaranum. Kári Jökull Ingvarsson kom heimamönnum í 1-0 en tvö mörk frá Tómasi Erni Arnarsyni var nóg fyrir Magna sem tekur þrjú stig með sér í heimferðinni til Grenivíkur.
Staða liðanna er þannig: Augnablik er í fjórða sæti með 24 stig, Magni í fimmta með 19 stig, KFK í sjötta sæti með 19 stig, Vængirnir í 9. sæti með 13 stig, svo koma Sindri og Hvíti riddarinn í tveimur neðstu sætunum með 11 stig.
Vængir Júpiters 1 - 3 Augnablik
0-1 Halldór Atli Kristjánsson ('10 )
0-2 Halldór Atli Kristjánsson ('23 )
1-2 Rafael Máni Þrastarson ('69 )
1-3 Júlíus Óli Stefánsson ('87 )
KFK 3 - 0 Sindri
1-0 Stefán Ómar Magnússon ('28 )
2-0 Stefán Ómar Magnússon ('67 )
3-0 Benedikt Jóel Elvarsson ('90 )
Rautt spjald: Kristján Örn Þorvarðarson , Sindri ('63)
Hvíti riddarinn 1 - 2 Magni
1-0 Kári Jökull Ingvarsson ('17 )
1-1 Tómas Örn Arnarson ('30 )
1-2 Tómas Örn Arnarson ('72 )
3. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Kári | 22 | 14 | 5 | 3 | 63 - 25 | +38 | 47 |
2. Víðir | 22 | 13 | 6 | 3 | 54 - 25 | +29 | 45 |
3. Árbær | 22 | 14 | 3 | 5 | 47 - 32 | +15 | 45 |
4. Augnablik | 22 | 12 | 4 | 6 | 46 - 30 | +16 | 40 |
5. Magni | 22 | 9 | 6 | 7 | 35 - 38 | -3 | 33 |
6. Hvíti riddarinn | 22 | 8 | 2 | 12 | 45 - 49 | -4 | 26 |
7. ÍH | 22 | 7 | 4 | 11 | 61 - 63 | -2 | 25 |
8. KV | 22 | 8 | 1 | 13 | 36 - 50 | -14 | 25 |
9. KFK | 22 | 8 | 1 | 13 | 39 - 59 | -20 | 25 |
10. Sindri | 22 | 7 | 3 | 12 | 40 - 49 | -9 | 24 |
11. Elliði | 22 | 7 | 2 | 13 | 32 - 54 | -22 | 23 |
12. Vængir Júpiters | 22 | 5 | 3 | 14 | 37 - 61 | -24 | 18 |
Athugasemdir