Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Torres kveður - Vann sér inn virðingu í heimsfótboltanum
Fernando Torres er að kveðja fótboltann.
Fernando Torres er að kveðja fótboltann.
Mynd: Getty Images
Torres raðaði inn mörkum hjá Liverpool á sínum tíma.
Torres raðaði inn mörkum hjá Liverpool á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Spænski framherjinn Fernando Torres spilar á föstudaginn sinn síðasta leik á ferlinum þegar Sagan Tosu mætir Vissel Kobe í Japan.

„Þetta hafa verið 18 ótrúleg ár. Ég vann marga titla og vann mér inn virðingu í heimsfótboltanum sem er mikilvægast fyrir mig. Núna er bara einn leikur eftir," sagði Torres.

„Þetta verður mjög sérstakur leikur en hann mun ekki breyta því hvernig mér líður með ferilinn. Hann hefur verið stórkostlegur og mun betri en ég bjóst við sem barn. Ég er þakklátur fyrir það sem ég hef gert og mjög þakklátur stuðningsmönnum mínum út um allan heim."

Hinn 35 ára gamli Torres spilaði 110 leiki fyrir spænska landsliðið og skoraði meðal annars sigurmarkið á EM 2008 og var meðal markaskorara í sigrinum á EM 2012.

Ferill hans hófst með Atletico Madrid áður en hann var keyptur til Liverpool þar sem hann skoraði 81 mark í 142 leikjum. Hann var svo keyptur til Chelsea fyrir 50 milljónir punda sem þá var breskt metfé.

Hann var ekki í sömu markaskónum á Stamford Bridge en var hluti af liðinu sem vann Meistaradeildina 2012. Þá vann hann einnig FA-bikarinn og skoraði í 2-1 sigri gegn Benfica í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2012.

Eftir 45 mörk í 172 leikjum hjá Chelsea átti hann stutt fjögurra mánaða stopp hjá AC Milan en mætti svo aftur til Atletico seint á árinu 2014.

Hann komst með Atletico í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2016 en þar beið liðið lægri hlut gegn Real Madrid. Hann vann þó sinn annan Evrópudeildarmeistaratitil 2018 en það var hans síðasti leikur með Atletico áður en hann hélt til Japan.

Torres, sem er þriðji markahæsti leikmaður spænska landsliðsins með 38 mörk, lék á sex stórmótum. Þar á meðal 2010 þegar Spánn varð heimsmeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner