Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 21. ágúst 2021 17:01
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Blikar flugu áfram í næstu umferð - Þrenna frá Öglu
Agla María skoraði þrennu fyrir Blika
Agla María skoraði þrennu fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gintra 1 - 8 Breiðablik
0-1 Tiffany Janea Mc Carty ('10 )
0-2 Agla María Albertsdóttir ('42 )
0-3 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('43 )
0-4 Tiffany Janea Mc Carty ('49 )
1-4 Madison Gibson ('50 )
1-5 Heiðdís Lillýardóttir ('55 )
1-6 Agla María Albertsdóttir ('64 )
1-7 Agla María Albertsdóttir ('71 )
1-8 Hildur Antonsdóttir ('76 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er komið áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir magnaðan 8-1 sigur á Gintra frá Litháen í dag. Blikar færast því nær riðlakeppninni.

Tiffany Janea Mc Carty kom Blikum yfir strax á 10. mínútu leiksins með skalla eftir fyrirgjöf frá Karitas Tómasdóttur.

Blikar voru með yfirburði í leiknum frá fyrstu mínútum og áttu tvö skot í tréverkið áður en Agla María Albertsdóttir bætti við öðru marki á 42. mínútu. Þær héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og var Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir næst í röðinni aðeins mínútu síðar með þriðja mark Blika.

Tiffany gerði annað mark sitt á 49. mínútu áður en Madison Gibson náði í mark fyrir Gintra mínútu síðar. Veislan var hins vegar ekki búin hjá Blikum.

Heiðdís Lillýardóttir gerði fimma markið á 55. mínútu og Agla María sjötta markið níu mínútum síðar. Agla fullkomnaði þrennu sína á 71. mínútu áður en Hildur Antonsdóttir setti punktinn yfir I-ið fimm mínútum síðar.

Blikar örugglega áfram í 2. umferð í forkeppninni og skrefi nær því að komast í riðlakeppninna.

Dregið verður á morgun í næstu umferð.

Athugasemdir
banner
banner