Hlaðvarpsþátturinn „Enski boltinn" er á sínum stað í dag líkt og eftir allar umferðir í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool er á toppi deildarinnar og Einar Matthías Kristjánsson, Magnús Þór Jónsson og Sigursteinn Brynjólfsson á kop.is voru í miklu stuði þegar þeir kíktu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Meðal efnis: Liverpool nær varla í lið, niðurlæging Hodgson, Firmino besti framherji í heimi, augnablik tímabilsins, vakti fólk í fagnaðarlátum, stóri og litli Sam, Klopp leitar að miðverði, eitruð sóknarlína Man Utd, Solskjær á réttri leið, BIelsa boltinn, gengi Leicester ekki óvænt, boltinn eins og heit kartafla, geggjuð vika hjá Everton, Gylfi fer á kostum, sjálfstraustleysi Arsenal og Manchester City er eins manns lið.
Hlustaðu í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.
Athugasemdir