Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 22. janúar 2021 19:07
Victor Pálsson
Tomori til AC Milan (Staðfest)
Chelsea hefur staðfest það að varnarmaðurinn Fikayo Tomori sé genginn í raðir AC Milan á Ítalíu.

Tomori skrifaði undir lánssamning við ítalska stórliðið sem situr í efsta sæti Serie A þessa stundina.

Milan mun geta keypt varnarmanninn eftir tímabilið fyrir í kringum 25 milljónir punda.

Margir stuðningsmenn Chelsea svekkja sig yfir þessari ákvörðun en Tomori er aðeins 23 ára gamall.

Tækifærin hafa þó verið af skornum skammti á Stamford Bridge og mun Tomori nú fá að spreyta sig annars staðar.
Athugasemdir
banner