Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 16:13
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vinnur baráttuna um Alao og Forest búið að landa Lucca
Yisa Alao er á leið til Chelsea.
Yisa Alao er á leið til Chelsea.
Mynd: Sheffield Wednesday
Lorenzo Lucca (til hægri) er á leið til Forest.
Lorenzo Lucca (til hægri) er á leið til Forest.
Mynd: EPA
Chelsea hefur náð samkomulagi við Sheffield Wednesday um kaup á Yisa Alao, eftirsóttum 17 ára vinstri bakverði miðvikudagsmanna.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að kaupverðið sé rúmlega 500 þúsund pund en sú upphæð gæti hækkað verulega í framtíðinni eftir ákvæðum.

Chelsea vann samkeppni við Manchester United um táninginn og þá sýndi Liverpool honum einnig áhuga. Alao lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með aðalliði miðvikudagsmanna gegn Brentford í FA-bikarnum fyrr í þessum mánuði og byrjaði svo gegn Portsmouth í Championship-deildinni um síðustu helgi.

Romano hefur sett sinn fræga 'Here we go' stimpil við kaup Chelsea á Alao eða 'Klappað og klárt' eins og útleggja mætti þann stimpil á íslensku. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum í félagaskiptunum.

Sóknarmaður í Skírisskóg
Romano setur sama stimpil við félagaskipti Lorenzo Lucca frá Napoli til Nottingham Forest. Lucca er á leið til Englands til að ganga frá skiptunum en um er að ræða lánssamning með klásúlu um möguleg kaup í sumar.

Lucca er 25 ára sóknarmaður sem var keyptur til Ítalíumeistara Napoli úr röðum Udinese síðasta sumar en hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu þrátt fyrir meiðsli Romelu Lukaku.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner