Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forest náði samkomulagi við Ítalíumeistarana
Mynd: EPA
Nottingham Forest er búið að ná samkomulagi við Ítalíumeistara Napoli um félagaskipti fyrir framherjann Lorenzo Lucca.

Lucca var keyptur til Napoli úr röðum Udinese síðasta sumar en hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu þrátt fyrir meiðsli Romelu Lukaku.

Lucca er 25 ára gamall og mun fara til Forest á lánssamningi með kaupmöguleika. Forest greiðir eina milljón evra til að fá framherjann á láni og hefur möguleika á að festa kaup á honum fyrir 35 milljónir til viðbótar - sem er sama upphæð og Napoli greiddi til að kaupa hann frá Udinese.

Það voru ýmis félög sem vildu fá Lucca í sínar raðir í janúarglugganum en bestu kjörin eru hjá Forest. Ítalinn fær þó að ráða sinni framtíð sjálfur og á eftir að samþykkja félagaskiptin.
Athugasemdir
banner