Daily Mail fjallar um að Chelsea hafi blandað sér í baráttu um Yisa Alao og sé að reyna að fá þennan 17 ára vinstri bakvörð Sheffield Wednesday.
Táningurinn hefur vakið mikla athygli og hafa Liverpool og Manchester United bæði reynt að fá hann.
Táningurinn hefur vakið mikla athygli og hafa Liverpool og Manchester United bæði reynt að fá hann.
United ku hafa boðið um 400 þúsund pund með árangurstengdum ákvæðum en Chelsea er sagt tilbúið að gera hærra tilboð.
Sheffield Wednesday hefur glímt við mikla fjárhagsörðugleika og stig hafa verið dregin af liðinu svo ljóst er að það mun falla úr Championship-deildinni.
Alao lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með aðalliði miðvikudagsmanna gegn Brentford í FA-bikarnum fyrr í þessum mánuði og byrjaði svo gegn Portsmouth í Championship-deildinni um síðustu helgi.
Alao fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í leiknum þó Portsmouth hafi staðið uppi sem sigurvegari.
Chelsea mun vera tilbúið að bjóða um 600 þúsund pund með árangurstengdum ákvæðum.
Athugasemdir



