Argentínumaðurinn Franco Mastantuono, sem er á mála hjá Real Madrid á Spáni, segist alltaf hafa upplifað mikla pressu heima fyrir, en hann segir þó ekki vera næsti Lionel Messi.
Real Madrid fékk Mastantuono á síðasta ári sem var þá talinn einn allra efnilegasti leikmaður heims.
Hann segir mikla byrði fylgja því að vera örvfættur sóknarsinnaður leikmaður frá Argentínu og að margir búist við því að hann verði næsti Messi.
Leikmaðurinn segist hafa átt erfitt uppdráttar fyrstu mánuðina hjá Madrídingum.
„Síðan ég var lítill strákur talaði fólk um fótboltann sem ég spilaði. Það var sagt að ég gæti verið næsti Messi en á sama tíma verstu kaup í sögu Real Madrid. Ég tel mig hvorki vera Messi né verstu kaup í sögu Real Madrid. Ég vinn að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér sem ég veit að ég er fær um að gera,“ sagði Mastantuono.
Hann var frábær með Real Madrid í 6-1 sigrinum á Mónakó í Meistaradeildinni á þriðjudag og skoraði þar sitt þriðja mark fyrir félagið og það fyrsta í Meistaradeildinni, en honum fannst hann þagga ágætlega niður í gagnrýnisröddum með frammistöðu sinni.
„Ég hef líka heyrt gagnrýni sem ég hef ekki gleymt sem fær mig bara til þess að bæta mig og styrkja. Ég gat sleppt mér aðeins í leiknum og sýnt þá útgáfu sem ég vil að Real Madrid sjái.“
„Mér leið eins og ég væri undirbúinn en þetta er nýtt líf og það tekur tíma að aðlagast að vera svona langt frá fjölskyldunni. Mér hefur samt aldrei liðið illa og verið mjög ánægð manneskja sem vill bæta sig og það mun gera mig að þeirri útgáfu sem ég ætla mér að verða,“ sagði Argentínumaðurinn í lokin.
Það er gott að hafa í huga að Mastantuono er aðeins 18 ára gamall og komið að fjórum mörkum í fyrstu 20 leikjum sínum með spænska stórveldinu.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir



