Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Nóel Arnórsson (Álaborg)
Nóel Atli Arnórsson.
Nóel Atli Arnórsson.
Mynd: AaB/Sebastian Holmquist
Væri til í að fá frænda sinn í hægri bakvörðinn hjá Álaborg.
Væri til í að fá frænda sinn í hægri bakvörðinn hjá Álaborg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron alltaf léttur.
Eggert Aron alltaf léttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yrði flottur í Love Island.
Yrði flottur í Love Island.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Hafsteinn, falinn gimsteinn.
Helgi Hafsteinn, falinn gimsteinn.
Mynd: Álaborg
Desire Doue var valinn Gulldrengur ársins í fyrra.
Desire Doue var valinn Gulldrengur ársins í fyrra.
Mynd: EPA
Er í stóru hlutverki í liði Álaborgar.
Er í stóru hlutverki í liði Álaborgar.
Mynd: AaB/Sebastian Holmquist
Væri til í Grímsa og Valdimar Sævars í pakkadíl frá KA.
Væri til í Grímsa og Valdimar Sævars í pakkadíl frá KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nóel Arnórsson er uppalinn hjá Álaborg og er í dag í stóru hlutverki hjá félaginu sem er í dönsku fyrstu deildinni. Hann er nítján ára varnarmaður sem á að baki 21 leik fyrir yngri landsliðin, þar af fimm fyrir U21 landsliðið.

Hann framlengdi nýverið samning sinn við Álaborg og er nú samninbsbundinn fram á sumarið 2029. Hann er sonur Arnórs Atlasonar sem vann silfur með íslenska landsliðinu í handbolta á Ólýmpíuleikunum í Peking 2008. Í dag sýnir Nóel á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Nóel Atli Arnórsson

Gælunafn: Nolsi, Atli, Nooool

Aldur: 19

Hjúskaparstaða: er í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: fyrsti leikur var í ágúst 2023 i bikarnum á móti Egen. Ekkert merkilegt sem gerðist þar nema hitt liðið voru ógeðslega slakir þannig þetta var þægileg byrjun.

Uppáhalds drykkur: ískaldur faxe kondi er rosalegur

Uppáhalds matsölustaður: serrano sturlað

Uppáhalds tölvuleikur: fifa

Áttu hlutabréf eða rafmynt: neibb

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: hef gaman af íþróttaþáttum þannig mundi segja last chance u: basketball, mæli með

Uppáhalds tónlistarmaður: úff á engan uppáhalds enn birnir, Jói Pé og Króli sem DUO, Saint Pete og svo hef ég gaman af Júníus Meyvant það er kóngurinn

Uppáhalds hlaðvarp: dr football eða blökastið

Uppáhalds samfélagsmiðill: insta

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Sveppi Krull

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “snilld” frá mömmu

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór Akureyri

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Desire Doue

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Olafur Ingi

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: að lenda í Yones Bakiz í vondu skapi á æfingu er þreytt. Toppmaður utan vallar samt

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Ronaldo, Kobe bryant svo alltaf Mamma og Pabbi

Sætasti sigurinn: þegar Ísland vann Danmörk í handbolta a em 2020 var geðveikt. Sérstaklega að mæta í skólann og æfingu eftir það var magnað.

Mestu vonbrigðin: að falla með alaborg í fyrra, eða tapa a síðustu sekúndu á móti Frakklandi í undankeppni EM u19

Uppáhalds lið í enska: chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Davið Örn Atlason í hægri bak, takk. Annars Grímsa í KA og jafnvel Valdimar Sævars með fyrir framtíðina, svona tveir fyrir einn deal, væri skemmtilegt

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Helgi Hafsteinn Jóhannsson er hidden gem

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Ágúst Orri, flottur gæi

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: margar flottar

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: í staðinn fyrir að sparka alltaf boltann í burtu þegar þú brýtur af þér þá myndi ég gera eins og í handbolta að efa þú lætur ekki boltann vera færðu beint gult og næst rautt.

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri 600

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: þegar ég skoraði mitt fyrsta mark í meistaraflokki, vissi ekkert hvað ég átti að gera, for í létt panic-mode og fór í gömlu góða flugvélina. Mönnum fannst gaman af því eftir leik

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: já eiginlega. Fer alltaf fyrst í vinstri sokk, legghlíf og takkaskó aður enn ég fer í hægri. Tek alltaf faðir vor rétt fyrir leik í klefanum.

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: fylgist frekar mikið með handboltanum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: var ekki góður í sögu, leiðinlegt fag bara in general

Vandræðalegasta augnablik: það var einn fundur þar sem allt klikkaði hjá mer. Ég var nýkominn upp í meistaraflokk. Í fyrsta lagi kem ég of seint og allir eru að klappa fyrir manni, ekki gott. Síðan var ég ekkert að fylgjast með hvað var í gangi á fundinum. Og svo spyr þjálfarinn minn sem var Oscar Hiljemark, hvað ég mundi gera í þessari stöðu sem hann var að sýna á skjánum. Og ég svaraði að ég mundi cutta inn og setja hann fjær, enn hann var auðvitað að meina hvað ég sem MIÐVÖRÐUR myndi gera til að verjast þessari sókn. Allir fóru að skellihlæja og svo eftir fund fæ 10 k sekt fyrir að koma of seint.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ronaldo, Messi og Zlatan. Væri mjög áhugavert og skemmtilegt held ég

Bestur/best í klefanum og af hverju: Eggert Aron er frábær í klefanum, alltaf í góðu skapi

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Haukur Haralds í Love Island , það væri stórkostlegt sjónvarpsefni. Hann hefur ekki þolinmæðina í svona rugl

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef aldrei átt heima á Íslandi

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Bjarne Pudel þýskur miðvörður í Álaborg, kom á óvart hvað það er mikill meistari. Geggjaður gæi!

Hverju laugstu síðast: að ég væri með vegabréfið mitt á leiðinni upp á flugvöll. Gleymdi því auðvitað

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og að tapa er aldrei skemmtilegt

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: spyrja Ronaldo hvað lykillinn er að þessum stöðugleika sem hann er búinn að hafa í öll þessi ár

Bónusspurning, hvernig fer Ísland - Svíþjóð á sunnudag: Ég tippa á 27-25 fyrir Ísland, ég fer á leikinn svo það er eins gott að þeir vinni.
Athugasemdir
banner