Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 05. ágúst 2024 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Tipsbladet 
Nóel Atli: Er sennilega meiri Pep Guardiola týpa
Mynd: Aðsent

Nóel Atli Arnórsson hefur farið gríðarlega vel af stað með Álaborg í dönsku deildinni en þessi 17 ára gamli varnarmaður hefur spilað alla þrjá leiki liðsins til þessa.


Nóel Atli er sonur handboltakappans Arnórs Atlasonar en Nóel hefur spilað með yngriflokkum KA hér á landi.

Nóel var til viðtals hjá Tipsbladet þar sem hann talaði um þessa góðu byrjun á tímabilinu.

„Það er klikkað, sérstaklega sem vinstri bakvörður. Ég er venjulega miðvörður, það er klikkað að fara beint í byrjunarliðið. Sérstaklega hjá liði í Superliga eins og Álaborg. Ég fékk nokkra leiki á síðustu leiktíð og taldi mig geta verið hluti af liðinu. Þetta er stærsta sviðið í Danmörku, þetta er svo stórt," sagði Nóel.

Nóel var færður í bakvörðinn á undirbúningstímabilinu.

„Mér hefur liðið mjög vel þarna síðan. Ég er ekki með hraðann sem Kyle Walker og Kasper Jörgensen búa yfir en ég er sennilega meiri Pep Guardiola týpa sem fer inn á völlinn," sagði Nóel.


Athugasemdir
banner
banner
banner