Nóel Atli Arnórsson er leikmaður Álaborgar í Danmörku og íslenska U19 landsliðsins. Nóel Atli, sem er sautján ára, hefur spilað tvo bikarleiki með Álaborg og verið í leikmannahópnum í mörgum leikjum í deildinni.
Álaborg, eða AaB, er í 2. sæti B-deildairnnar í Danmörku og er með tíu stiga forskot á þriðja sætið. Liðið féll úr efstu deild á síðasta tímabili.
Nóel Atli er sonur Arnórs Atlasonar sem er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta og núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Fótbolti.net ræddi við Nóel Atla á dögunum.
Álaborg, eða AaB, er í 2. sæti B-deildairnnar í Danmörku og er með tíu stiga forskot á þriðja sætið. Liðið féll úr efstu deild á síðasta tímabili.
Nóel Atli er sonur Arnórs Atlasonar sem er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta og núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Fótbolti.net ræddi við Nóel Atla á dögunum.
„Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 6 ára í KB þegar við bjuggum í Kaupmannahöfn. Fótboltinn var ekkert alltaf númer eitt því ég var alltaf í handboltanum líka, ég var á miðjunni í handboltanum, að dreifa boltum hægri vinstri og var mjög fínn. Þegar ég var valinn inn í akademíuna hjá Álaborg í fótboltanum 12 ára þá vissi ég alveg að það væri ekki hægt lengur að vera í báðum íþróttum og þurfti því að velja," sagði Nóel Atli sem valdi fótboltann.
Arnóri líkt við Patrick Vieira
Hann var í bæði fótbolta og handbolta þegar pabbi hans spilaði í Þýskalandi og Frakklandi og svo í Danmörku þangað til hann varð tólf ára. Aðspurður segist hann ekki hafa verið í öðrum íþróttum. En var einhver pressa á að velja handboltann?
„Nei, það kom aldrei pressa frá neinum að ég skyldi velja handboltann, þannig að þetta var erfið ákvörðun. Pabbi var líka í fótbolta þegar hann var yngri og hann þurfti á endanum líka að velja á milli handbolta og fótbolta. Hann valdi frekar handboltann sem reyndist vera ágæt ákvörðun. Hann segir sjálfur að hann hafi verið frábær í fótbolta þegar hann var ungur og maður heyrir að honum hafi verið líkt við Patrick Vieira."
Nafnið Nóel er alþjóðlegt en hann er svo skírður Atli í höfuðið á afa sínum Atla Hilmarssyni. Atli lék með landsliðinu á sínum tíma og náði svo eftirtektarverðum árangri sem þjálfari.
Geðveikt að spila með KA á sumrin
Pabbi Nóels Atla, Arnór, er uppalinn hjá KA. Þegar Nóel Atli var yngri kom hann til Íslands á sumrin og lék með KA.
„Ég spilaði alltaf með KA á sumrin. Það að koma heim og spila með KA um sumrin var geðveikt og ég sakna þess að geta gert það."
„Munurinn á Álaborg og KA er kannski að umhverfið hér úti er aðeins fagmannlegra en heima. Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega akademía þar sem er búið er að velja bestu leikmennina úr samstarfsklúbbunum í Álaborg. Svo eru líka fleiri þjálfarar og betri aðstæður."
Byrjaði framarlega á vellinum en færði sig svo aftar
Nóel Atli er stór og stæðilegur miðvörður. Hann var beðinn um að lýsa sjálfum sér sem leikmanni.
„Ég er örvfættur,myndi segja ég væri góður einn á móti einum varnarlega og svo er ég flottur í að lesa leikinn sóknarlega."
„Ég hef verið nánast í öllum stöðum. Ég byrjaði sem kantmaður og var stundum framherji, en svo byrjaði maður að stækka og sá að það voru meiri gæði í mér og möguleikar aftarlega á vellinum."
Væri stórt að fá að spila í deildinni
Nóel Atli hefur verið níu sinnum verið á bekknum hjá Álaborg í deildinni og komið við sögu í tveimur bikarleikjum Hvernig hefur verið að koma inn í meistaraflokk Álaborgar á þessu tímabili?
„Það er búið að vera geggjað að komast inn í meistaraflokk og fá að spila með þessum gaurum. Er búinn að vera með á bekknum nokkrum sinnum og er að bíða eftir að fá tækifæri til þess að spila í deildinni, sem væri stórt."
Stór upplifun að spila á heimavelli
Fraumraunin í meistaraflokki kom í fyrstu umferð bikarsins og hann kom aftur inn á í annarri umferð. Hvernig var að koma inn á í bikarleikjunum?
„Það var risa stórt fyrir mig að fá kallið í þennan fyrsta bikarleik eftir að hafa æft nokkrum sinum með þeim á þessum tíma, og ennþá stærra að fá mínútur. Svo að spila á heimavelli var auðvitað geggjað og stór upplifun sem mig hefur dreymt um síðan ég komst inn í akademíuna."
Einbeitir sér að því að standa sig vel á undirbúningstímabilinu
Eru einhverjar líkur á því að þú verðir lánaður í glugganum eða vilja þjálfararnir hafa þig í kringum hópinn?
„Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni en núna er ég með hugann stilltan á það að gera vel núna á undirbúningstímabilinu, og svo sjáum við hvað gerist." Nóel Atli kom við sögu í síðasta æfingaleik og er því ekki mjög langt frá því að fá tækifæri með aðalliðinu.
Mikill heiður að fá kallið en vonbrigði að fara ekki áfram
Í undankeppni fyrir EM með U19 landsliðinu var Nóel Atli yngsti leikmaðurinn sem byrjaði alla leikina. Hvernig var að fá kallið þar og voru mikil vonbrigði að fara ekki áfram?
„Það var algjör heiður að fá kallið og að spila þessa þrjá leiki. Það voru algjör vonbrigði að komast ekki áfram eftir tvær gríðarlega flottar frammistöður á móti Danmörku og Frakklandi. Danirnir voru kannski smá heppnir að fá Frakka í loka leiknum því Frakkar voru komnir áfram og þurftu svo sem ekkert úr þessum leik. En þegar maður horfir tilbaka áttum við bara sjálfir að klára Dana leikinn þar sem við vorum töluvert betri," sagði Nóel Atli að lokum.
Dönsku deildirnar eru sem stendur í vetrarfríi en B-deildin fer aftur af stað eftir mánuð. Fyrsti leikur Álaborgar eftir vetrarfrí er gegn toppliðinu SönderjyskE á heimavelli.
Athugasemdir