Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
   lau 20. apríl 2024 22:50
Haraldur Örn Haraldsson
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
Markið má sjá neðst í fréttinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH var frábær í leik dagsins þegar liðið hans vann 2-0 á móti HK í Kórnum.


Lestu um leikinn: HK 0 -  2 FH

„Frábær sigur, það er alltaf mjög erfitt að koma inn í Kórinn og ná sér í stig. Það hefur gengið erfiðlega fyrir okkur síðustu ár. Mér fannst við bara 'solid' í dag varnarlega, svo bara fengum við færi og nýttum tvö af þeim. Þannig bara frábær þrjú stig og góð byrjun á mótinu."

Björn skoraði virkilega fallegt mark þar sem Ísak Óli sendi boltan inn í teiginn frá eigin vallar helmingi. Björn síðan kemur með frábæra móttöku og klárar mjög vel.

„Ég sá bara boltann þarna í öftustu línu og það er Ísak sem sendir hann upp. Ég er þarna milli tveggja varnarmanna og er meðvitaður um það að ég get tekið hann niður, svo bara næ ég snertingu og um leið að ég lít upp sé ég að Arnar er kominn út úr markinu þannig ég tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn. Frábært í laugardags leik klukkan 2 að vinna 2-0 og skora mark."

FH hefur litið betur út í byrjun tímabils en margir bjuggust við en Björn segir að andinn í hópnum sé mjög góður.

„Undirbúningstímabil er alltaf undirbúningstímabil og það er nýtt til þess að æfa vel og koma smá skipulagi í liðið. Við fengum ekkert alltaf úrslitin sem við vildum í undibúnings leikjunum en þeir skipta svo sem engu máli þegar þú kemur inn í mótið, það er hvernig þú kemur inn í mótið. Mér finnst byrjunin fín, það er kannski það sem við þurfum að gera betur en á síðasta ári er að ná þessum stöðugleika. Ná mörgum leikjum í röð að spila vel og þetta er svona vonandi byrjunin á því."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan en markið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner