Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 22. júlí 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sá leikjahæsti í sögu úrvalsdeildarinnar tekur skóna af hillunni
Mynd: Getty Images
Gareth Barry hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni til að spila með Hurstpierpoint í ensku utandeildinni.

Hurstpierpoint er áhugamannalið frá suðurströnd Englands og mun Barry koma með gríðarlega mikil gæði inn í liðið þrátt fyrir að vera 43 ára gamall.

Barry hefur unnið sér það til frægðar að vera leikjahæsti fótboltamaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, með 653 leiki spilaða í bestu deild heims. Hann hefur þó ekki spilað í deildinni síðan hann féll með West Bromwich Albion 2018.

Barry, sem lék fyrir Aston Villa, Manchester City og Everton í enska boltanum, lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum síðan þegar hann komst ekki lengur í liðið hjá West Brom í Championship deildinni.

Það er þó mögulegt að leikjamet Barry falli á komandi leiktíð, þar sem góðvinur hans James Milner er ekki nema 19 úrvalsdeilarleikjum frá því að jafna metið.
Athugasemdir
banner
banner